Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 16
íþróttamaður ársins hjá HSK og Umf. Selfoss: Hugi S. Harðarson Hugi er fæddur 1963 og er því 15 ára. Hann hefur æft frábærlega vel síðustu árin, þó aldrei eins vel og síðasta ár. Meðal vika hjá Huga er 10—11 æfingar sem taka um 30 klst. Þá syndir hann milli 55—65 km. að viðbættu þreki (hlaup, lyftingar, styrkjandi og liðkandi æfingar). Hugi hefur þegar skipað sér á bekk með bestu sundmönnum landsins frá upphafi. Er hann mjög fjölhæfur sem sést á því að hann er á verð- launapalli í flest öllum sundgreinum. Hann keppti á öllum mótum síðasta ár, og setti fjölda meta. Hann átti hlut að 20 ísl. metum síðasta ár: 4 ísl. met karla í einstaklingsgreinum. 12 ísl. met pilta í einstaklingsgreinum. 4 Isl. met pilta í boðsundi. Þessi met eru í ýmsum sundmótum, og eru sett í Reykjavik, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Sel- fossi, Sarpsborg í Noregi og Tel Aviv ísrael. Hugi setti á árinu 80 HSK met i einstaklings- greinum og 20 i boðsundum. Metin skiptast í 2 flokka: Fullorðinsmet: 42 í einstaklingsgr. og 11 í boðstundi. Piltamet (15—16 ára): 38 í einstaklingsgr. og 9 í boðsundi. HELSU ÁRANGRAR Á MÓTUM 1978 Hugi vann tvenn bronsverðlaun á N.M. ungl- inga í Noregi og varð4.í þriðju greininni og setti eiti met. 16 SKIIMFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.