Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 15
eins og safnamál, flóttann úr sveitum, bindindismál, hersetu, verkalýðsmál, listir, fræðslumál, íþrótta- mál, bókmenntir, og svo mætti lengi telja. Auðvitað var sjálfu ungmennafélagsstarfinu gerð skil líka. Stuttar fréttir voru birtar úr félögum sem víðast af landinu og sagt frá starfi heildarsamtak- anna. Má segja að þessum þætti sé vel sinnt af nú- verandi ritstjórn. Ég hefði gjarna viljað starfa að útbreiðslu Skin- faxa fyrir þrjátíu árum, og ég kýs að starfa að henni nú enn um sinn. En gott væri nú að fá eitthvað út- gengilegra í hendurnar. í dag eru öll ofantalin málefni frá 1945 jafn brennandi og þá. Og ýmis hafa bætst við; orkumál, mengunarvarnir, popp. íslenskur iðnaður, verndun fiskistofna og margt margt fleira. Já hreint út sagt: mér finnst hreinn óþarfi að hafa Skinfaxa jafn þunnan á vangann og hann er um þessar mundir. Þess ættu þeir menn að minnast, sem vilja út- breiðslu hans sem mesta. Sigurjón Bjarnason. Næst gefum viö orðið ágætum ungmennafélaga úr Borgarnesi en hann vill eigi láta nafns síns getið. Skinfaxi þakkar góð orð í sinn garð en þó sérstaklega það efni sem H.J. lætur fylgja með tilskrifi sínu. Með kveðju og bestu óskum til Skinfaxa ásamt von um að í framtíðinni muni ungmennafélögin sinna góðum málefnum, eins og þau hafa raunar alltaf gert. Skinfaxi er snoturt blað, prentað á góðan pappír og frágangur allur mjög vandaður, en efnið mætti vera fjölbreyttara en það er nú. Það mætti t.d. flytja fréttir af fleiri störfum ungmennafélag- anna en þeim sem eru á iþróttasviðinu, þótt auðvitað sé sjálfsagt að hafa íþróttirnar með. Ég ætiast ekki endilega til þess, að þessi della sem fylgir með bréf- inu verði birt, það væru nú kannske einum of langt gengið. Allavega: Engin nöfn. YkkarH.J. Félagslíf Við héldum áðurfyrr að félagslíf væri aðsitja við varðeld ogsyngja um vináttu og bræðralag, bera hvers annars byrðar í blíðu ogstriðu, bregða á leik svo dagarnir yrðu léttari en ella. En okkur varsagt að við ættum fyrst ogfremst að keppa. Efvið stóðum okkur vel reigðu forystumennirnir sig ogsögðu: Vér vinnum mikið oggott starf. Vér erum stoltir af félagi voru. Vér erum stoltir af þjóð vorri. Að hverju erum við að keppa? Og af hverju eru þessir karlar svona ánægðir með sig? Formaður UMFÍ hefur oft verið ,,á leiðinni” á þing sambanda vitt um landið og farkostirnir verið með ýmsum nöfnum en númerið heldur sér alltaf X-36. Þessi mynd er tekin 1971 og trúlega eru það Þingey- ingar sem hann er hér á leið til. Á leiðinni Formaður Ungmennafélagsins var á leiðinni á ftmmtugasta og sjöunda þing UMSB. Fyrir sólarupprás á febrúarmorgni beið hann þess að sjá Borgarfjörðinn opnast. En hann sá ekki lit himinsins eða línur fjallanna, því augu hans voru bundin við brúarstöplana íftrðinum. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.