Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.04.1979, Blaðsíða 24
Ungmennafélagið Geisli Súðavík: Nýjungar settu svip á starfsemi ársins 1978 Arið 1978 var fyrsta heila ár í starfsemi Ungmennafélagsins Geisla Súðavík en fé- lagið var stofnað í júlí 1977. í árslok var félagsmannatalan orðin 89. Um starfsemi ársins 1978 verður fátt annað sagt en gott. Efniviður er frekar ungur og samanstendur af óreyndum eins- taklingum á sviði félagsmála sem þrátt fyrir hið mikla vinnuálag sem hér er, og reyndar þekkist á öðrum stöðum með svipaðan fólksfjölda, leggur félaginu lið því til framdráttar og sjálfum sér til ánægjuauka. Þegar farið er yfir starfsemi hins liðna árs verða nýjungar í starfseminni settar efstar á blað: Snemma á árinu gekkst félagið fyrir danskennslu og voru þátttakendur á öllum aldri. Kenndir voru gömlu og nýju dans- arnir. Leiðbeinendur voru Sigurður Há- konarson og Anna María Guðnadóttir. í haust tók meistaraflokkur félagsins þátt í Vestfjarðamótinu í knattspyrnu og fylgdi sú þátttaka í kjölfar þess hversu duglegir knattspyrnumenn höfðu verið að etja kappi við liðin hér í kring. Var út- koman úr mótinu félaginu til sóma. Leiklistarnámskeið var haldið fyrir ára- mótin og voru þátttakendur 11 talsins. Var á þessu námskeiði m.a. tekin fyrir framsögn og leikgreining. Leiðbeinandi var Margrét Óskarsdóttir. Jólatrésskemmtun var síðasti liður starfseminnar á árinu 1978 kom þar fram hópur sá sem var á leiklistarnámskeiðinu og sýndi leikþætti auk þess sem fleira var til skemmtunar. Skemmtun þessi var fjöl- mennasta samkoma félagsins frá upphafi en hana sóttu milli 120—130 manns. Hér að framan hafa verið nefndar þær nýjungar sem litu dagsins ljós í starfsemi Ungmennafélagsins á liðnu ári en einnig ber að nefna hefðbundna liði svo sem fundahöld, dansleiki og spilakvöld o.fl. Af því sem fram hefur komið hér má glöggt sjá að nýtt spor fram á við hefur verið stigið í starfsemi félagsins. Nú er það félagsmanna að leggjast á eitt og standa vörð um að haldið verði áfram á sömu braut. Þá er ekki síður mikilvægur skilningur þess fólks sem fyrir utan fé- lagið stendur á því sem er að gerast hverju sinni. Samvinna þessa fólks við félagið býður heim bjartari framtíð, bæði fyrir félagið og byggðarlagið okkar. EHG. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.