Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 3
SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags tslands — LXX árgangur — 5. hefti 1979 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Krístjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. Hvert skal stefna? Á 31. þingi UMFÍ sem haldið var í Stórutjarnarskóla dagana 1.—2. sept. sl. komu málefni Skinfaxa til umræðu. Það er ekki í fyrsta sinn sem þau mál eru rædd á þeim vettvangi og áreiðan- lega ekki í síðasta sinn. Á þessu þingi varpaði ritstjóri fram sprengju í tillöguformi í þeim tilgangi að hreyfa almennilega við mönnum og þannig koma í veg fyrir eina halelúja samþykktina enn. Slíkar samþykktir hafa verið afrakstur þinga og funda ótal ár aftur í tímann og gætu hljóðað þannig, svo dæmi séu tekið, „skorað er á aðildarfélög að þau efli Skinfaxa eftir föngum, bæði með því að senda efni til blaðsins og einnig með fjölgun áskrifenda”. Árangur af samþykktum þessum hefur, að því best verður séð, orðið nákvæmlega enginn, hverjum svo sem um er að kenna. Enda skiptir það ekki höfuðmáli við hvern er að sakast. Hitt skiptir reyndar höfuðmáli að þrátt fyrir ýmsar tilraunir til að efla, endurbæta og útbreiða þetta 70 ára afkvæmi UMFÍ er árangur og útkoma ekki sem skyldi. Áskrifendur er enn innan við 1500 í samtökum sem telja yfir 20.000 meðlimi. Fjárhagsleg afkoma blaðsins er slæm, rekstrarhalli á árinu 1978 var um 1.8 milljón og verður sist minni á þessu ári. Möguleikar til frckari endurbóta á blaðinu, t.d. stækkun brots, litprentunar, fjölbreyttara efnisvals, o.s.frv. er ekki fyrir hendi við núverandi aðstæður. En hvernig var svo tillagan? í stórum dráttum var hún i þá veru að Skinfaxi yrði gerður að fé- lagsblaði, þannig að hver skaítskyldur félagi fengi í sínu félagsgjaldi árgang af Skinfaxa. Viðbrögð manna urðu á margan veg og býsna fróðlegt að sjá sum hver. Sumir börðu sér á brjóst og töluðu um mikla fjárhagslega ábyrgð, óraunhæfa brandara og margt fleira í þeim dúr. Aðrir hengdu sig á þann snaga að mörg blöð kæmu inn á sama heimili. En tillagan átti sér einnig sína málssvara sem sáu jákvæðu hliðar málsins og treystu sér til að tala i umboði sinna félags- nianna. Þeir sáu ljósa punkta eins og stórbætt skipulag félagsskráa, stóraukið frétta-, upplýsinga- og auglýsingagildi, en skattskyldir félagar munu nú vera rúmlega 13.000 1978. Þeir sáu fram á að Skinfaxi yrði alvöru blað og málflutningur þeirra bar þcss merki að þeir báru hug blaðsins raun- verulega fvrir brjósti. Tillagan fékk svo meðferð i nefnd og afgreiðslu á þinginu eins og sjá má á öðrum stað i blaðinu. G.K. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.