Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 15
Iþróttamaöur ársins hjá UMSS INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR Á 59. ársþingi UMSS sem haldið var 21. apríl sl. var tilkynnt um val íþróttamanns ársins. Sam- kvæmt reglugerð eru það stjórn og varastjórn sem kjósa hann. Að þessu sinni var það Ingibjörg Guðjónsdóttir sem þennan sæmdartitil hlaut fékk hún 25 stig en Þorsteinn Þórsson fékk næstflest stig, 20. í ársskýrslu UMSS er greint frá þessu kjöri og þar segir um Ingibjörgu: „Ingibjörg stendur vel fyrir þessu sæmdarheiti, því hún hefur sýnt mikið þolgæði og þrautseigju við ástundun sinna greina, sund og frjálsar íþróttir og hafði hún enga aðstoð þjálfara í sundinu á árinu. Hún hefur verið ein af aðal máttarstólp- um sambandsliðsins í báðum greinum á síðustu árum. Hún setti 8 héraðsmet í sundi á árinu þar af eru tvö þeirra betri en gild héraðsmet karla í sömu greinum. Þá setti hún eitt héraðsmet í frjálsum og jafn- aðiannað. Með þessu sæmdarheiti fylgja þakkir okkar og bestu óskir um velgengni í framtíðinni.” Úr metaskrá UMSS 31/12 1978. Sund: 100 m skriðsund Ingibjörg Guðjónsdóttir 1:14.5 mín ’78 100 m bringusund — — — 1:26.9 mín ’78 200 m bringusund — — — 3:09.8 mín ’78 50 m baksund — — — 39.4 sek ’76 100 m baksund — — — 1:24.5 mín ’78 50 m flugsund — 37.2 sek ’77 100 m flugsund — — — 1:30.0 mín ’78 100 m fjórsund — — — 1:25.1 mín ’78 200 m fjórsund 2:57.3 min ’78 Frjálsar: 400 m hlaup Ingibjörg Guðjónsdóttir 64.0 sek '78 800 m hlaup 2:32.2 sek ’78

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.