Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1979, Qupperneq 30

Skinfaxi - 01.10.1979, Qupperneq 30
4. 31. þing UMFÍ hvetur til áframhaldandi út- brciðslufcrða á vcgtim stiórnar UMFÍ þar sem i ljós hefur komið að það er árangursríkasta að- ferðin til eflingar ungmennafélagsstarfinu í land- inu. Samþykkt samhljóða. 5. 31. þing UMFÍ felur framkvæmdastjórn UMFÍ og ritstjóra Skinfaxa að senda öllum stjórnar- mönnum í ungmennafélögum og héraðssam- böndum sem ekki eru áskrifendur að Skinfaxa, kynningareintak af blaðinu með áskorun um að gerast áskrifendur í byrjun næsta árs. Sami háttur verði hafður á varðandi þá er koma nýir inn í stjórnir fyrrnefndra aðila á árinu. Samþykkt samhljóða. 6. 31. þing UMFÍ beinir því til framkvæmdastjórn- ar UMFÍ og ritstjóra Skinfaxa að kanna hvort raunhæfur fjárhagsgrundvöllur sé fyrir því að dreifa Skinfaxa til allra skattskyldra ungmenna- félaga í landinu. Telji framkvæmdastjórnin svo vera, verði málið lagt fyrir næsta sambandsráðs- fund UMFÍ tii umfjöllunar, síðan kynnt á fundum ungmennafélaganna og síðan tekið til afgreiðslu á næsta þingi UMFÍ. Samþykkt með 21 atkv. gegn 4. Olafur Sigurðsson flutti 2 næstu tillögur ncfndarinn- ar, sem voru svohljóðandi: 7. 31. þing UMFÍ beinir þeim eindregnu tilmælum til fjármálaráðherra og fjárveitinganefndar Alþingis að kynna sér það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum íþróttakennaraskóla íslands og beita sér síðan hið bráðasta fyrir því að úrbætur verði gerðar í þessum málum með verulegri fjárveitingar til uppbyggingar ÍKÍ að Laugarvatni. Samþykkt samhljóða. 8. 31. þing UMFÍ beinir þeim tilmælum til skóla- nefndar íþróttakennaraskólans að Laugarvatni að árlegum skólatíma verði breytt á þann veg að skólanum verði eigi slitið siðar en 20. maí að vori, en settur þeim mun fyrr að hausti. Samþykkt samhljóða. FJÁRHAGSNEFND 1. 31. þing UMFÍ samþykkir að árgjald sambands- aðila fyrir árið 1980—1981 verði kr. 150 á hvern reglulegan félaga 16 ára og eldri. Samþykkt samhljóða. 2. 31. þing UMFÍ vekur athygli á þvi að Lands- happdrætti UMFÍ er enn veruleg tekjuöflunar- leið hreyfingarinnar og hvetur ungmennafélög um land allt til sóknar í sölumálum happdrættis- ins. Þingið beinir því til framkvstjórnar að nafn- inu verði breytt í ,,Landshappdrætti ungmenna- félaganna”. Einnig bendir þingið á að með hlið- sjón af slæmri útkomu siðasta happdrættis væri æskilegt að fjölga vinningum verulega. Samþykkt samhljóða. 3. 31. þing UMFÍ hvetur sambandsaðila til aukinn- ar sölu getraunaseðla og beinir því til stjórnar getrauna að auka verulega kynningu til ung- mennafélaga og íþróttafélaga á starfsemi sinni, og þeim möguleikum sem eru á vinningum og tekjum fyrir sölu getraunaseðla. Einnig verði at- hugaðir möguleikar á annarri veðmálastarfsemi varðandi íþróttakeppni. Samþykkt með þorra atkvæða gegn einu. 4. 31. þing UMFÍ þakkar ríkisvaldinu aukinn fjár- hagsstuðning við hreyfinguna og fagnar skiln- ingi opinberra aðila á gildi æskulýðsstarfs í land- inu. Samþykkt samhljóða. 5. 31. þing UMFÍ harmar þá þróun sem orðið hefur við úthlutun kennslustyrkja, vegna þjálfunar í félögunum, þar sem hlutfall styrkja á móti kennslukostnaði hefur orðið óhagstæðara með ári hverju. Telur þingið að átak þurfi að gera til að koma þessu hlutfalli í viðunandi horf, og skorar á íþróttanefnd ríkisins og fjárveitinga- valdið að beita sér fyrir því að svo verði á næstu fjárlögum. Brýna nauðsyn beri til þess að styrk- irnir verði framvegis bundnir ákveðinni prósentu af þeim kostnaði sem íþróttanefnd metur styrk- hæfan og komi þeir fram sem sérstakt framlag til Íþróttasjóðs á fjárlögum ríkisins. Samþykkt samhljóða. 6. 31. þing UMFÍ felur framkvæmdastjóra UMFÍ að koma þessari áskorun á framfæri við íþrótta- nefnd ríkisins, fjárveitinganefnd og fjármála- ráðherra ásamt greinargerð, þar sem fram komi Ungmennafélagar - samemumsf- Ryðjum reyknum burt ur samtokunum. Látið aðra virða rétt reyklausra. skinfaxi 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.