Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 29
Samþykktir 31. þings UMFÍ TII.LÖGUR LANDSMÓTSNEFNDAR. Kramsaga Jóhann P. Hansson. 1. Tillaga um að l'clla niður knallspyrnu á lands- mótum UMFÍ var felld 8:26 atkv. 2. Tillaga um breytingu á glímukeppni á lands- mótum felld með 12 atkv. gegn 16. 3. 31. þing UMFÍ haldið að Stórutjarnaskóla 1. og 2. sept. 1979 samþykkir að skákþing UMFÍ verði haldið þriðja hvert ár, „landsmótsár”. Samþykkt með fjölda atkyæða gegn 1. 4. Landsmótsnefnd leggur til að eftirfarandi greinar verði sýningagreinar á landsmóti: Golf, fimleikakeppni, lyftingar og siglingar. Samþykkt samhljóða. 5. Landsmótnefnd leggur til að þátttakendur á landsmóti greiði vægt þátttökugjald. Gjaldið miðast við skráningu. Næsti sambandsráðs- fundur ákveður gjaldið fyrir landsmótið 1981. Samþykkt með 26 atkv. gegn 6. 6. Reglur fyrir landsmót UMFÍ 1981. Ath. verða birtar síðar í heild. Samþykkt samhljóða. FRÁ AI.LSHERJARNEFND. Helgi Stefánsson mælli lyrjr tillögum Allsherjar- nelndar. 1. 31. þing UMFÍ l'agnar þeint árangri sem náðst hel'ur í húsnæðismálum samtakanna ntcð kaupum á húscign að Mjölnisholti 14, fyrir höfuðstöðvar og þjónustumiðstöð. I’ingið þakkar öllum þeim, innan hreyfingarinnar og utan. scm vcitl hafa máli þcssu stuðning mcð fjárframlögum, cða á annan hátt, gcrt mögulegt að koma þessu máli i höfn. Samþykkt mcð lófataki. 2. 31. þing UMFÍ samþykkir að fela viðtakandi stjórn UMFÍ að vinna ötullega að málefnum Þrastaskógar á næsta kjörtímabili, m.a. á grundvelli fyrri samþykkta sambandsþinga. Leggja ber áherslu á heildarskipulagningu svæðisins í Þrastaskógi, með það fyrir augum að hægt verði að hafa þar ungmenna- og æftnga- búðir á vegum UMFÍ og héraðssambandanna. Þingið heimilar stjórn UMFÍ að kjósa þriggja manna nefnd i þetta verkefni með tilliti til fjár- hagsstöðu hreyfingarinnar, og möguleika á fjár- öflun til framkvæmda i skóginum. Samþykkt samhljóða. 3. 31. þing UMFÍ minnir á hið mikla áfengisvanda- mál, sem nú ríkir hér á landi og virðist fara vaxandi. Þingið skorar á ríkisvaldið og fclaga- samtök að auka fræðslu og áróður um skaðsemi og hættur þær, sem eru samfara áfengisneyslu. Samanber þann góða árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn tóbaksreykingum. Þingið átelur harðlega alla rýmkun i sambandi við veitingu áfengis t.d. með fjölgun vinveitingaleyfa. Þingið skorar á alla aðila sem standa fyrir samkomu- haldi. ekki sisl aðildarlclög UMFÍ að hcrða á aðhaldi gcgn áfengisncyslu. Þingið bcinir ákveðnum tilmælum til ungmcnna- og íþróttafélaga, að vinna markvisst að því, að útiloka algjörlega áfengi í íþróttaferðalögum, samanber grundvallarreglur ÍSÍ um ferðalög innanlands og utan. Þingið hvetur öll samtök sem vinna að bindindismálum, að efla samtök sín á milli til aukinna áhrifa i baráttunni gegn hverskonar neyslu ávana- og fíkniefna. Samþykkt samhljóða. 4. 31. þing UMFI minnir á Ár trésins á næsta ári og hvetur ungmennafélaga um land allt að taka virkan þátt í þeirri framkvæmd hvert i sinni heimabyggð. Samþykkt samhljóða. FRÁ FRÆÐSLU- OG ÚTBREIDSLUNEFND 1. Diðrik Harladsson skýrði reglugerð Félagsmála- skóla UMFÍ. Reglugerð þessi verður birt síðar. Samþykkt samhljóða. Björn Björgvinsson flutti cftirtaldur tillögur: 2. 31. þing UMFI lýsir ánægju sinni með stofnun og starfrækslu Lýðháskólans í Skálholti. Aðsókn að skólanum sýnir að full þörf er fyrir slikan skóla, sem býður upp á tiltölulega frjáist val í námi. Hins vegar er skólinn í mörgu vanbú- inn í húsakosti og búnaði svo fullnaðarnýting næst ekki á þcirri aðstöðu sem þegar er risin. Því skorar þingið á ALþingi að greið fyrir áfram- haldandi uppbyggingu með fjárveitingum til Skálholtsskóla. Samþykkt samhljóða. 3. 31. þing UMFÍ f'elur stjórn UMFÍ AD Skll’A STARFSHÓP TIL. AD GF.RA UTTEKT Á STARI I Brcfaskólans, m.a. vcrði fjallað um fjárhagsstöðu skólans og stöðu UMFÍ gagnvart honum. Einnig verði fjallað um námsefni og námsgreinar og á hvern hátt ungmennafélagar geti hagnýtt sér skólann. Samþykkt samhljóða. SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.