Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 20
Næsta morgun hófst svo dagskráin, kenndi þar ýmissa grasa. Farið var á þjóð- dansahátíð þar sem ýmislegt skemmtilegt var að sjá og bar á góma. Voru þar þjóð- dansahópar víða að komnir allt frá Grikk- landi og norður til Sama. Ríkti þar skemmtileg stemmning, en þjóðdansar og tónlist á mjög sterk ítök meðal almenn- ings á Norðurlöndunum, sem við þekkj- um ekki eins hér á landi. Einnig var farið í verslunarferð til Kokkola og ekið um sveitir landsins, en eins og flestir vita þá var ekki víðsýnt, þar sem ,,græna gullið” var hvar sem auga var litið. Sums staðar hafði því verið rutt til og risu þar alís kyns mannvirki, allt frá olíuhreinsistöðvum til sjúkrahúsa. Voru þessi mannvirki skoðuð og álit manna Iátið falla um þau. Meðal þessara mann- virkja var ein stærsta ostagerðarverk- smiðja á öllum Norðurlöndunum, þar gafst þátttakendum kostur á að kynnast íslenskri sumarveðráttu, en það var nefni- lega í kæli ostagerðarinnar, sem hitastigið var svipað og við þekkjum hér um vor og sumarmánuðina. Finnland hefur löngum verið nefnt ,,1000 vatna landið” og það var ekki fyrr en seinasta daginn sem við fengum að kynnast því. Þá var farið í náttúruskoðun og eitt tærasta fljót NF-Finniands skoðað. Þótti mörgum þetta hálf vafasöm ganga og voru sumir hverjir orðnir all blautir, en eitt var þó víst að mýið gerði ekki upp á milli manna hvort sem þeir voru blautir eða ei. Allt fór þetta þó vel og minnast menn þessarar ferðar sennilega vel og lengi. Ekki voru menn alltaf á ferð og flugi, þvi seinnipart dags og á kvöldin dvöldu menn í Flircikoski og gerðu sér ýmislegt til skemmtunar. Sundlaug og sauna var á staðnum, sem var óspart notað. íslend- ingum þótti þó laugin all köld og fannst jafnvel enn skárra að skella sér í á sem rann þarna framhjá, þótt mórauð væri og full af flugnalífi. Á kvöldin var fundið upp á ýmsu, málin rædd á hinni ágætu skandinavisku og má segja að allir hafi getað tjáð sig í orðum eða verki, um það sem þeim fannst um hlutina. Þannig að tungumálið varð ekkert vandamál sem ekki var hægt að yfirstíga. Haldnar voru kvöldvökur þar sem ýmislegt kom upp, m.a. voru haldnar landskeppnir i hinum furðulegustu greinum, kom ísland yfirleitt vel út úr þeim viðureignum. Nú var liðið að lokum þessarar viku og var þá borinn fram fínn matur, og skemmtun á eftir þar sem við, m .a. kynnt- um íslenskt baðstofulíf með JóHannes Sigmundsson í fararbroddi og rímur kveðnar auk þess að vitnað var í íslend- ingasögur. Nokkrir strákar frá öllum Norðurlönd- unum tóku sig til og stofnuðu Blues-band er skemmti áheyrendum við tnikinn fögn- uð og var spilað og sungið fram eftir nóttu. Næsta morgun rann upp kveðjustund- in, héldu menn þá hver i sína áttina, sælir minninga um góðar samverustundir. íslenski hópurinn hélt, um morguninn af stað til Kokkola til að bíða flugs til Helsinki síðdegis. Hafði hópnum verið boðið í heimsókn á litla útvarpsstöð þar í borg, af íslandsvini er við höfðum kynnst. Kunnum við honum allar okkar bestu þakkir. Var siðan flogið til Kaupmannahafnar með viðkomu í Helsinki. Var þar dvalið i 2 daga og borgin skoðuð. Lokið var nú hinni sjöttu ungmenr.aviku sem ísland hefur tekið þátt í og vonandi á eftir að verá framtíð í þessari samvinnu og að hún aukist með árunum. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.