Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 23
kílómetra. Þótti hlaupið hafa haft félags- legan ávinning enda þótt fjárhagslegur hafði hann orðið lítill. íslandsmeistaramót í Ratleik var haldið að Hallormsstað með þátttöku 24 manna í upphafi hlaups en 15 voru þeir sem komust endanlega í mark. Sumarhátíð fór fram með miklum glaesibrag á Eiðum og voru menn bjartsýnir á vöxt og viðgang þessarar hátíðar í framtíðinni. Skólahlaup UÍA er búið að vinna sér fastansess í starfi UÍA og bíða ungling- arnir með óþreyju eftir úrslitahalupinu hverju sinni. í lokaorðum sínum kvað framkvæmda- stjóri farinn veg á liðnu ári ærið „holótt- ann og hlykkjóttan” en taldi þó að æsku- lýðsstarf hjá UÍA hefði enn eflst. Tekist hefði að kynna störf sambandsins og ung- mennafélaganna allvel til Austfirðinga en slika kynningu kvað hann ekki vanþörf á þar sem fjölmargir væru þeirrar skoðunar að ungmennafélögin væru lítt eða ekkert starfandi. Kvað hann marga kunningja sína hafa lýst furðu sinni á því hví hann valdi sér það vonlausa verkefni að reyna björgunartilraunir við lítt eða ekkert starfandi félög. ,,Meðan svona er hugsað og talað, er margt verkið að vinna við að tengja fjöldan hreyfingunni,” sagði Sig- urjón. Að lokum rakti Sigurjón það sem hann taldi að miður hefði farið á starfsárinu og hvað það aðalatriðið að menn gerðu sér grein fyrir öllu sem miður færi og ynnu síðan skipulega að úrbótum. Reikningar Verulegur halli varð á rekstri sam- bandsins á sl. ári og skuldir alls eru upp á tæplega tvær og hálfa milljón. Var því ekki að undra þótt fram- kvæmdastjórinn kæmist svo að orði um fjármál UÍA: ,,Ég tel það brýnasta verk- llcljja AlfrertsdóUir form. frjálsíþróltaráós l ÍA. efni nýrrar stjórnr að skapa nýtt ástand í fjármálum UÍA, svo framkvæmdastjóri þurfi ekki að eyða dýrmætum tíma sínum í víxlasnatt með öllum þeim aukakostnaði sem því fylgir.” Skýrslur ráða Alls voru 8 ráð starfandi á vegum UÍA sl. starfsár og skiluðu sjö þeirra skýrslu sinni. Langmesta starfið reyndist vera hjá frjálsíþróttaráði, þá virðist skíðaáhugi vera að aukast og verulegt starf var hjá skíðaráði, þau ráð sem skiluðu skýrslum voru sundráð, handknattleiksráð, körfu- knattleiksráð, glímuráð, frjálsíþróttaráð, skíðaráð og útivistarráð. En skýrslu vant- aði frá knattspyrnuráði. Það var liðið á nótt þegar síðasta ráð hafði skilað skýrslu sinni og menn virtust fegnir hvíldinni enda strangur dagur framundan. IMýr dagur Það var ekkert að bregða út af vanan- um veðrið austan lands þessa helgi, og kalsinn var nístandi, þegar þinghald hófst SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.