Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 22
tlermann Nlelsson fnrm. IIjA. Ávörp gesta Það vakti athygli hve margir skólamenn voru mættir sem gestir þingsins og á þeim mátti greinilega skiljast að mikið og gott samstarf sé nú milli skóla á Austurlandi og UÍ A og óskir voru uppi um áframhaid þess. Guðmundur Magnússon fræðslu- stjóri Austurlands, Vilhjálmur Einarsson skólameistari á Eiðum og Emil Björnsson kennari voru talsmenn þess samstarfs fyrir hönd skóla á Austurlandi. Skýrsla stjórnar í skýrslu stjórnar sem flutt var af for- manni Hermanni Níelssyni og fram- kvæmdastjóra kom margt athyglisvert fram. Það sem drepa má á er m.a.: Sigurjón Bjarnason var á sl. ári í 2/5 hluta starfs sem framkvæmdastjóri en hann hefur gegnt því starfi sl. tvö ár. Ársrit UÍA var dreift ókeypis á hvert heimili í byggðarlögum þar sem aðildarfé- lög UÍA eru starfandi. Hagnaður varð af útgáfunni um 300 þús. Farandþjálfari var við störf 6 vikur á sl. sumri og var það Olga Garðarsdóttir en hún þjálfaði hjá 9 félögum við góðan orðstír. í sambandi við ferðamal hennar var oftast notast við bilaleigubíla og kom í ljós að slíkt fyrirkomulag varð óhóflega dýrt (ca. 200 kr. pr. kílómetra). í landshlaupi FRÍ var þátttaka mjög góð en þar hlupu 662 manns 371 Kjiirnrfnd ræAur rádum sinum. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.