Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 13
að meta það en ég, að þetta var rétti tím- inn, og það mun líka koma á daginn. Hvar hófust þín afskipti af ungmenna- félagshreyfingunni? Það var í minni heimasveit í Ung- mennafélagi Biskupstungna, en þá var ég 16 ára. Ég man vel eftir þessum fundi, hann var ekki fjölmennur en mér var tekið vel í félaginu, og fékk það verkefni sem mér þótti afar vænt um, en það var að taka sæti i nefnd sem ræða átti sameiginlega skemmtiferð austur að Heklu, með Umf. Hvöt í Grímsnesi. Þá eru mér líka minnisstæð árleg iþróttamót á milli þessara félaga, og síðar var Umf. Laugdæla einnig með i því samstarfi. Það var að Minni-Borg, sem ég keppti í fyrsta skipti á íþróttamóti, í hástökki stökk ég 1.55 m, og náði þriðja sæti, Auk frjáls- íþrótta var einnig keppt í glímu á þessum mótum félaganna, sem voru einstök í sinni röð, vegna þess að á þau kom fjöldi áhorfenda sem fylgdist af áhuga með íþróttakeppninni. Árið 1948 fluttu svo foreldrar mínir niður í Flóa, og tveimur árum síðar var mér trúað fyrir formennsku í Umf. Vöku í Villingaholtshreppi, en við bjuggum í Syðri-Gróf þar í sveit. Ég var svo formaður Vöku þar til ég flutti að Selfossi, árið 1961: Þegar þangað kom hafði Umf. Selfoss verið í nokkrum öldudal um hríð og hjálpuðumst við að því nokkrir áhugasamir ungmennafélagar að endurreisa félagið, sem alla tíð síðan hefur starfað vel, og oftast verið í forustu- sveit á íþróttasviðinu innan HSK. í 9 ár var ég svo i stjórn Skarphéðins, og starf- aði sem ritari, fyrst með Sigurði Greips- syni, og svo síðustu árin með Jóhannesi Sigþmundssyni, Eggert Haukda! á Berg- þórshvoli var öll árin samstarfsaðili í stjórn HSK og gengndi hann starfi gjald- kera. Er ekki margs að minnast frá þessum árum? Auðvitað er margs að minnast frá þessum tíma, bæði á íþróttasviðinu og því félagslega, en slík upptalning yrði allt of löng í svona viðtali. Mér er efst í huga kynni min af því fjölmarga fólki sem með mér hefur starfað, og sú fórn á tíma og fjármunum sem þetta fólk hefur í té látið, til þess að bæta mannlífið á viðkomandi stöðum. Mikið oftar hefur okkur tekist að koma áformuðum verkefnum í höfn, og fáir hafa tekið okkur illa í öllu kvabbinu. Og mín reynsla er sú, að vinni forystu- mennirnir vel, stendur ekki á stuðningi fólksins, en enginn skyldi búast við þakklæti fyrirfram. Jafnvel þótt að aðfinnslur og óvægin gagnrýni væru einu þakkirnar, má forustan ekki leggja árar i bát, ef hún trúir því að hún sé að gera rétt. Hvenær hefjast svo bein tengsl þín við UMFÍ? Ég er kosinn í stjórn UMFÍ á Sambandsþingi UMFÍ að Laugarvatni 1965, en áður hafði ég starfað nokkuð sem varamaður í stjórn og setið talsvert marga fundi. Og svo ertu kosinn formaður 1969. Hvernig lagðist formennskan í þig á þeim tíma? Formannskosningin að Laugum 1969, verður mér sjálfsagt lengi minnisstæð, og ekki get ég nú sagt það samvisku minnar vegna, að hún hafi lagst beint vel í mig, eftir allt umstangið sem því fylgdi. En það var ekki í fyrsta skipti sem ég hafði fengið slíka eldskírn, er ég tók við formennsku í þessum félagsskap, og kannski hefur það bara hvatt mann til þess að standa sig. Það var býsna kaldhæðnislegt að á Laugum forðum, þegar til formannskjörs kom, þá snérust félagar mínir í HSK gegn slíkum frama mér ti« handa, og sömuleiðis ýmsir framámenn í forustusveit samtak- SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.