Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 16
I Kornbóndinn og asninn Kornbóndi nokkur og sonur hans voru eitt sinn á leið til þorpsins til að selja asn- ann sinn. Á leiðinni mættu þeir þrem stúlkum. Stúlkurnar stönsuðu. Hafið þið nokkurn tíma séð annað eins? hrópaði ein þeirra, — þarna fara tveir bjánar gang- andi, þótt þeir eigi asna sem þeir gætu riðið á. Þegar stúlkurnar voru komnar framhjá, sagði kornbóndinn við son sinn, að hann skuli setja sig á bak asnanum. Sonurinn hlýddi og settist á bak en bónd- inn gekk við hlið asnans. Næst komu þeir að húsi. Fyrir utan húsið sátu þrír gamlir menn í hróka samræðum. Sjáið þið nú þetta, hrópaði einn mann- anna, — er það ekki eins og ég hef alltaf sagt. Þarna ferðast drengletingi ríðandi meðan faðir hans má ganga á sínum öldnu fótum. Það er engin virðing borin fyrir ellinni. Þú ættir að snauta af baki letidýrið þitt, og leyfa gamla manninum að hvíla lúin bein. Þegar þeir voru komnir framhjá, fór drengurinn af baki og kornbóndinn settist á bak asnanum. Ekki höfðu þeir farið langan spöl er þeir mættu þrem konum, sem komu gang- andi með börnum sínum. Skammast þú þín ekki gamla flón, hrópaði ein þeirra til kornbóndans, hvernig geturðu setið eins og letihrúga meðan veslings drengurinn verður að hlaupa við fót til að fylgja þér eftir. Hinn viðfelldni kornbóndi varð leiður við að heyra þessar ákærur, svo að um leið og þeir voru komnir framhjá konun- um, tók hann son sinn líka á bak asnans. Rétt áður en þeir komu að þorpinu, mættu þeir manni nokkrum. Er þetta þinn eigin asni? spurði maður- inn. Já, svaraði kornbóndinn. Þessu gæti enginn maður trúað, sagði maðurinn frá þorpinu, ekki þegar maður sér hvernig þú ferð með hann. Það væri 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.