Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 14
anna, og sáu þann veg helstan út úr þessum vanda, að fá vin minn og aðal- hvatamann að kosningu minni, Valdimar Óskarsson, til þess að fara í mótframboð. Kosningin var svo nokkuð afgerandi. Valdimar brást ekki frekar en fyrri daginn, og tók sæti í aðalstjórn, og hefur jafnan verið einn af máttarstólpum hreyf- ingarinnar síðan, hvenær sem til hans hefur verið leitað. Þegar þú lítur til baka yfir það 10 ára tímabil sem þú hefur gegnt formennsku. Hvað er þér þá efst í huga? Mér er efst i huga þakklæti, til samherj- anna, og þá mest til þeirra sem Iengst og mest hafa með mér unnið. Þá held ég að við getum öll glaðst yfir því, að félags- skapnum hefur vegnað vel, og hann á nú traustum forystumönnum á að skipa um allt land, sem eru staðráðnir í því að aðlaga hann stöðugt að nýjum tíma, og búa honum þá aðstöðu með aðstoð sveit- arstjórnarmanna og annarra stuðnings- aðila, sem hann á skilið, og við trúum að sé þjóðinni og þegnum hennar til góðs. Nú þegar þú ert laus við formannstitil- inn þýðir það þá að þú munir láta af öllum afskiptum af UMFI? Nei, alls ekki! Ég held að ég hafi þennan mánuð sem liðinn er frá þinginu að Stórutjörnum, komið jafn oft og áður á skrifstofuna. Ég vona hins vegar að ég verði ekki plága, og vinir mínir og félagar þurfi eitthvað á mér að halda. Nærvera mín er ekki af neinni eftirsjá, eða ótta um framhaldið, hún byggist á velvilja og ræktarsemi, sem ég tel að fyrri forystu- menn sumir hverjir hafi ekki rækt nógu vel við þessi samtök okkar. Nýr formaður UMFÍ er búsettur í Reykjavík. Hver er þín skoðun á því að formaður samtaka sem mest starfa á landsbyggðinni sé búsettur í Reykjavík? Ég tel að formaður UMFÍ verði óhjá- kvæmilega að vera búsettur í nágrenni höfuðstöðvanna, af ýmsum þeim ástæðum sem allir vita. Ég treysti því mjög vel að núverandi formaður UMFÍ, þótt búsettur sé í Reykjavík, ræki skyldur sínar við dreifbýlið jafnframt, því óneit- anlega liggja ræturnar viða. Að lokum Hafsteinn. Hver eru að þínu mati brýnust verkefni á vettvangi UMFI næstu árin? Skipulagsmál þessarar fjölmennu hreyfingar, þurfa stöðugt að vera í endur- skoðun, sömuleiðis stöðugt og öflugt út- breiðslustarf. Fjárhagsstaða hreyfingar- innar er háð velvilja og mati stjórnmála- manna, og traustri fjármálastjórn foryst- unnar á hverjum tíma. Þessu má ekki gleyma. Útbreiðsluþátturinn er líka marg- slunginn, og við skulum vera þess minnug að hvert fótmál getur virkað neikvætt, eða jákvætt í þeim efnum. Af framkvæmdaþáttum okkar, er mér efst í huga málgagnið Skinfaxi, blaðið þarf að halda áfram að efla, með ýmsum að- gerðum. Varðandi höfuðstöðvar samtakanna, þarf að hugsa enn hærra þ.e. um aukið húsrými, og stóraukin umsvif, sem allt miði að aukinni þjónustu við sambands- aðila UMFÍ. Þar er mér efst í huga þjón- usta við félagsheimilin í landinu, og stór- aukin þjónusta við íþróttastarfið, einkum er varðar ýmsan búnað, tæki og verð- launagripi. Og að þessu sinni skulum við enda á Þrastaskógi, þótt ýmislegt fleira mætti upp telja, eins og Félagsmálaskóla UMFÍ, erlendu samskiptin og m.fl. Þrastaskógur og áframhaldandi rækt- unarströf og mannvirkjagerð þar, verða að mínu mati umsvifamestu verkefni heildarsamtakanna á næstu árum. Ég gæti eytt löngum tíma í að rökstyðja þá skoðun mína, en mun fremur kjósa að gera það síðar sér á parti. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.