Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 10
NÝKJÖRINN FORMANN UMFÍ í þessu viðtali ræðir tíðindamaður Skinfaxa við Pálma Gíslason af formannsskiptun- um á síðasta þingi UMFÍ. í fimmta tölublaði síðasta árs er að finna viðtal við Pálma um húskaupamálið og störf hans innan ungmennafélaganna frá unga aldri og framá síðustu tíma og verður því ekki farið út í þá sálma hér. GeturAu saj>t ukkur nokkuA frá aAdraganda þess ad þú varst í kjöri til formennsku samtakanna á sídasta þingi? Það mun hafa skeð rúmlega mánuði fyrir þing að Hafsteinn Þorvaldsson tilkynnti að hann mundi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Eftir að stjórnarmenn höfðu iafnað sig á ótiðindunum. var byrjað að huga að nýju formannsefni. Hvenær ég kom inn í myndina eða hvernig, veit ég ekki en ég hef á tilfinningunni að það hafi verið búið að vinna að þvi að gera mig að formanni löngu áður en ég hafði af þvi nokkurn pata. Síðan ræddu nokkrir aðilar við mig og gekk harðast fram í því einn röskur Vestfirðingur. Ég var í fyrstu orðlaus, enda hafði ég aldrei leitt- hugann að því að það yrði mitt hlutverk að vera i forystu þessara öflugu samtaka. Eftir að ég fékk málið aftur, svaraði ég þvi til, að vart hefði ég það fylgi er til þyrfti. Þá var það sem Vestfirðingurinn fyrrnefndi hringdi í nær hvert héraðssamband og leitaði eftir stuðningi við framboð mitt. Eftir að hann hafði lagt spilin á borðið átti ég eina andvöku- nótt, en lét síðan til leiðast. Hvernig leirt þér á þinginu, hvernig þútti þér þingirt í heild vera og hvart er þér minnisstærtast þartan? Mér leið hreint ekki illa á þinginu. Ég var búinn að taka ákvörðunina og vissi að hverju stefndi. Mér fannst þó að i þ\ i mannvali scm þar \ar. \æru flestir mér fremri til þcssa starfs. Þingið var starfsamt — ég var reyndar í þeirri nefnd er lcngstan tima þurfti, landsmótsreglugerðar- nefnd, þar hef ég verið á þeim þingum sem ég hef setið. Mér fannst þetta þing ekki þing mikilla ákvarðana og kannski mótaðist það nokkuð af þvi 10 SKIIMFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.