Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 25
HÉRAÐSMÓTWI í jrjálsíþróttum 1979 Skinfaxa hafa borist úrslit úr nokkrum héraðs- mótum viðsvegar um landið. Vegna orðróms um að úrslit úr héraðsmótum og aðrar þurrar tölur væru ekki ýkja vinsælt lesefni, breytir Skinfaxi nú út af venjunni. Tekinn var saman stuttur pistill um öll þau héraðsmót sem úrslit bárust úr. En til þess að sleppa ekki alveg tölulegum upplýsingum birtum við nöfn sigurvegaranna i hverri grein á hcraðsmótunum og röðum þeim upp í röð eftir árangri. Úr þessu verður nokkurskonar Hérðsmótaafrekaskrá 1979. Lesendur eru þó beðnir að taka niðurstöðurnar ekki of hátíðlega því aðstæður eru mjög misjafnar til mótahalds úti á landi. Stærð sambanda og t.d. veðurfar verður að taka tillit til þegar þessi skrá er lesin. Héraðsmót USÚ Mánagarði 1979 Af úrslitum í mótinu má greinilega sjá að frjáls- íþróttir eru ekki stundaðar mikið af fólki yfir 15 ára aldri. Skýringar þess má rekja til aðstöðuleysis að einhverju leyti. Skinfaxa er kunnugt um að þátttaka unglinga 15 ára og yngri hafi verið góð í sumar og mikill áhugi á svæðinu. Af þessu má ljóst vera að forystumenn USÚ eru á réttri leið og byggja grunn- inn fyrst. Áberandi fremsta frjálsíþróttafólk USÚ eru þau Hulda Laxdal og Fjölnir Torfason. Hulda sigraði í 6 greinum af 7 á héraðsmótinu og náði ágætis árangri í sumum þeirra. Fjölnir sigraði i 6 greinum af 8 í karlaflokki. Umf. Vísir sigraði í stigakeppninni milli félaga, hlaut 70 stig, Sindri 49, Valur 14, Máni 8 og Hvöt 6 stig. Héraðsmót USAH, Skagaströnd 21. og 22. júlí 1979 Fyrir nokkrum árum síðan byrjuðu Austur- Húnvetningar að byggja upp frjálsiþróttastarfsemi sína að nýju. Þeir byrjuðu á að sinna þeim yngri fyrst og fremst. Þó árangurinn hafði kannski ekki enn skilað sér i sentimetrum eða sekúndubrotum, þá er greinilegt að uppbyggingin hefur skilað sér i miklum fjölda keppenda t.d. á héraðsmótum. Það virðist því einungis vanta herslumun til þess að vinna .úr þeint mikla fjölda sem fyrir hendi er til að skapa frambærilegt frjálsíþróttalið. Mest áberandi á listanum yfir fremstu menn eru Guðjón Rúnarsson Hvöt og Brynja Hauksdóttir Hvöt, en þau urðu stigahæst í karla- og kvenna- flokki. Brynja vann auk þess besta afrekið í kvenna- flokki með því að setja nýtt USAH met i hástökki l .45 m. Þórður Njálsson vann besta afrekið í karla- flokki, stökk 1.75 m í hástökki. Þátttakendur voru alls 63 frá fjórum félögum. Fram sigraði stigakeppn- ina eftir skemmtilega keppni við Hvöt. Fram 208.5 stig, Hvöt 191.5, Geislar 53 og UMFB 19. Héraðsmót UMSS, Sauðárkróki 12. ágúst 1979 Þátttaka var með besta móti og gleðilegt til þcss að vita að áhugi skuii vera að aukast aflur á l'rjáls- íþróttum i Skagafirði. Árangurinn er kannski ekki alveg i samræmi við fjöldann, en það má segja um Skagfirðinga eins og A-Húnvetninga að áhuginn hefur verið vakinn en nú vantar aðeins herslumun- inn til að bæta árangurinn. Ingibjörg Guðjónsdóttir hafði yfirburði i þeim greinum sem hún keppti í og náði bestum árangri kvenna á mótinu. Enginn karlanna skaraði verulega SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.