Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 24
að ný, árla morguns, a.m.k. utan dyra. Mál voru lögð fyrir þingið og vísað til nefndar. Allt gekk nú fljótt og vel fyrir sig, nefndir hófu störf, störfuðu stutt en vel og hófu síðan að skila áliti. Umræður urðu ekki miklar og afgreiðsla hröð. Kosningar Tillögur kjörnefndar voru allar sam- þykktar mótþróalaust og skipað var í öll ráð og að síðustu kosin ný stjórn fyrir sambandið, að mestu óbreytt frá fyrra ári. í aðalstjórn Hermann Níelsson, Dóra Gunnarsdóttir, Helgi Halldórsson, Jóhann Hansson og Björn Björgvinsson en varastjórn Helgi* Arngrímsson, Þór- hallur Jónasson og Pétur Eiðsson. önnur mál Að þessu sinni var fyrsti liður annara mála tilkynning á vali íþróttamanns ársins hjá UÍA og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt val fer fram. Það kom fáum á óvart að þennan titil skyldi lyftingakappinn mikli Skúli Óskarsson hreppa, þar sem árangur hans hefur aldrei verið betri en á síðasta ári og alltaf hefur Skúli keppt undir merkjum sins heimasambands UIA. Skúli gat ekki verið viðstaddur að þessu sinni en Hermann Níelsson flutti kveðjur og þakk- ir frá Skúla. Fleiri viðurkenningar voru veittar undir þessum lið og einnig í fyrsta sinn. Það voru svonefnd starfsmerki UÍA veitt fyrir ötult og fórnfúst starf í þágu UÍA, ekki með því hugarfari að verið væri að þakka viðkomandi fyrir fullt og allt heldur til þess að hvetja til áframhaldandi starfs eins og formaður komst að orði. Starfs- merkið hlutu: Þorvaldur Jóhannsson, Stefán Þorleifsson, Aðalsteinn Eiríksson og Sigurður Pálsson. Þinghaldi lauk síðan skömmu fyrir kl. 4 og varð handagangur í öskjunni hjá sumum að komast á leikinn á Eskifirði en þangað er aðeins nokkurra mínútna akstur. Skinfaxi brá sér á staðinn svona til að sjá austfirska knattspyrnu. Ekki*var þessi leikur mikið fyrir augað enda mikið í húfi fyrir bæði lið að því er Skinfaxa var tjáð. Leiknum lyktaði markalaust, það var kannski ekki sem verst því þá hafði hvorugur tapað. Annars áttu Austramenn afmæli og hefðu því átt skilið að vinna, en Þrótturum þótti nóg að færa þeim blóm i leikbyrjun, að leyfa þeim að vinna hefði þótt of stór gjöf sagði einhver og hló.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.