Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 26
fram úr en nöfn þeirra Gísla Sigurðssonar, Þórhalls Ásmundssonar og Þorsteins Jenssonar komu nokkuð oft fyrir. Umf. Tindastóll sigraði með miklum yfirburðum í stigakeppninni, hlaut 151,5 stig, Glóðafeikir hlaut 55 stig, Hjalti 17,5, Höfð- strendingur 14,5, Fram 2,5, Grettir 2 og Geisli 2. Héraðsmót HSH, Styrkkishólmi 29. júlí 1979 Það verður að segjast eins og er að Snæfellingar hafa ekki verið öflugir í frjálsíþróttunum síðustu 3— 4 árin. Frálsíþróttalið þeirra var i 1. deild 1975, en er nú í þriðju deild. Ef marka má úrslit og þátttöku í héraðsmótinu má búast við betra gengi strax á næsta sumri, og nú sem stendur eru Snæfellingar sigurstranglegir í 3. deild 1980. En til þess að um verulegar framfarir verði að ræða þarf að vekja áhuga fleira fólks á íþróttinni og einnig að ná þátttöku frá fleiri ungmennafélögum á svæðinu. Snæfellingar eins og mörg fleiri sambönd hafa sinnt yngri flokkunum sómasamlega síðustu árin og hafa átt harðsnúnu barna- og unglingaliði á að skipa. Spili Snæfellingar rétt úr þessu liði þurfa þeir ekki að kvíða afrekstrinum. Helga Halldórsdóttir og Lilja Stefánsdóttir urðu stigahæstar einstaklinga á héraðsmótinu og hlutu 14 stig. Hjá körlunum bar mest á Hreini Jónassyni og Sigurþór Hjörleifssyni sem báðir unnu ágætis afrek. Þá vakti Kristján Harðarson athygli fyrir ágætan árangur i langstökki en Kristján er einn af hinum efnilegu unglingum Snæfellinga. Þátttakendur voru 40 frá aðeins 4 félögum. Snæfell sigraði stigakeppnina, hlaut 97,5 stig, Vík- ingur 75,5, íþróttafélag Miklaholtshrepps 36, og Umf. Grundarfjarðar 7. Héraðsmót HSK, SeHossi 30. júlí 1979 Skarphéðinsmenn hafa staðið í stað eða verið heldur á niðurleið síðustu árin, enda frjálsíþróttun- um ekki sinnt sem skyldi á HSK-svæðinu. En nú er greinilegt að hópur efnilegra stúlkna er að koma upp og verður áreiðanlega ekki langt þess að bíða að ein- hverjar þeirra komi til greina í landsliðið. Ekki er eins bjart framundan hvað karlaliðið varðar. Endurnýjun liðsins gengur hægt vegna þess hve fáir ungir strákar stöðvast við frjálsíþróttirnar á sam bandssvæðinu. Unnur Stefánsdóttir varð stigahæst kvenna á hér- aðsmótinu en Sigurður Jónsson stigahæstur karla. Árangurinn í kvennagreinum var í mörgum tilfell- um ágætur og um jafna keppni að ræða. En í karla- greinunum eru allt of margar lélegar greinar. Umf. Selfoss sigraði í stigakeppninni eins og á sl. tugi ára, hlaut 180 stig, Samhygð 115, Baldur Hvolhr. 49, Vaka 41, Eyrarbakki 12, Njáll 11, Skeiðamenn 8, Gnúpverjar 7 og Baldur Hraung.hr. 5 stig. Héraðsmót UMSB, Borgarnesi 18.—19. ágúst 1979 Þátttaka var alls ekki nógu góð á mótinu eða að- eins 25—30 manns frá 5 félögum. En af úrslitunum má ráða að nær helmingur þátttakenda nær mjög frambærilegum árangri en hinir standa þeim nokkuð langt að baki. T.d. í kvennagreinunum skara þær íris Grönfeldt, Svava Grönfeldt. Ingveldur Ingi- bergsdóttir og Hjördís Árnadóttir fram úr og ná mjög athyglisverðum árangri en fyrir utan þessar fjórar stúlkur er heldur fátt um fína drætti, m.a. vegna lélegrar þátttöku í mótum. Borgfirðingar eru ekki á flæðiskeri staddir með karlalið sitt, þar eru nöfn eins og Jón Diðriksson, Ágúst Þorsteinsson, Einar, Rúnar og Unnar Vilhjálmssynir sem bera upp liðið. Þá eru Borgfirð- ingar einnig að fá upp unga og efnilega stráka sem eru afrakstur af ágætu unglingastarfi siðustu ára. Einar Vilhjálmsson var mjög áberandi á Héraðsmót- inu og náði ágætis árangri í öllum kastgreinum og setti Borgarfjarðarmet í kúluvarpi og kringlukasti. Það má segja það sama um karlana og um kven- fólkið hjá UMSB að það eru 4—5 toppmenn sem sigri ná í öllum greinum en síðan er löng leið niður á næstu menn. Skallagrímur sigraði í stigakeppninni 100 stig, Umf. Reykdælir 48, Umf. Stafholtstungna 33, Umf. íslendingur 15 og ES 9 stig. Skrá yfir sigurvegara i nokkrum mótum. 100 m hlaup karla sek. Hreinn Jónasson HSH 11.1 Sigurður Jónsson HSK 11.3 Friðjón Bjarnason UMSB 11.5 Gísli Sigurðasson UMSS 11.6 Guðjón Rúnarsson USAH 11.9 Bjarni Geirsson USÚ 12.3 400 m hlaup karla sek. Jason ívarsson HSK 54.3 Gísli Sigurðsson UMSS 55.4 Bjartmar Bjarnason HSH 55.8 Kristinn Guðmundsson USAH 57.0 Bjarni Ingibergsson umsb 59.9 ÞrösturÓskarsson USÚ 64.8 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.