Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1979, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.10.1979, Qupperneq 11
að Hafsteinn var að láta af starfi eftir árangursríkt og giftudrjúgt starf. Minnisstæðast. .? Ætli það hafi ekki verið þegar að lokinni kosningu minni, að Hafsteinn kom þjót- andi til mín og sló svo rösklega í bakið á mér að ég greip andann á lofti — ég vona að eitthvað af krafti og dugnaði Hafsteins hafi fylgt. Nú er það staðreynd að þú tekur við umsvifamiklu og vandasömu embætti sem mun taka mjög mikið af frítíma þínum í framtíðinni. Hvernig hefurðu varið bessum tíma hingað til? Aður fyrr spilaði ég mikið bridge og tefldi svolítið, þetta hefur nú farið mjög minnkandi. Ég stunda talsvert veiði á sumrin bæði lax- og silungs- veiði, og fer á skytterí, en hitti yfirleitt ekki, en það gerir ekkert til, það er útiveran sem skiptir máli, segja þeir sem sjaldnast hitta. Ég hef mjög gaman af að ferðast bæði innanlands og utan. Við hjónin göngum á fjöll, við höfum sérstakt dálæti af því að ganga um eyðidali og velta fyrir okkur því mannlífi er þar hefur átt sér stað. í sambandi við innanlands- göngur hefur steinasöfnun nokkuð gripið mig. Utanlands ferðumst við öðruvísi en margir aðrir, við höfum t.d. þrátt fyrir nokkuð mikil ferðalög aldrei farið til hinna svokölluðu sólarlanda og höfum engan áhuga þar á. Við höfum ferðast mikið úm öll Norðurlöndin og N-Evrópu með tjald og í eigin bíl, eða bílaleigubíl. Með þátttöku í norrænu samstarfi, konan meðal kennara og ég meðal sam- vinnustarfsmanna höfum við kynnst aragrúa fólks frá öllum Norðurlöndunum. Heimili okkar hefur stundum verið líkt við hótel yfir sumarmánuðina. Við höfum síðan hoimsótt marga þessara kunn- 'ugja á ferðum okkar erlendis. Þá er eitt tómstunda- starfið og það cr garðurinn hér, hann cr feykilega stór og hefur kostað mörg handtökin. Þú ert Húnvetningur, og af nafnfrægum mönnum baðan fara ýmsar sögur, hvernig fólk eru Húnvetn- ingar almennt? Þótt ég sé alinn upp i Húnaþingi og reki ættir mínar þangað tel ég ekki ástæðu til að þegja yfir þvi að ég er Borgfirðingur að hálfu og kominn þaðan af fótgróinni ætt. Skólavera mín i Reykholti og Sam- vtnnuskólanum ásamt ættingjum hefur tengt mig sterkum böndum við Borgarfjörð. Það er sjálfsagt rétt að Húnvetningar eru nokkuð serstakir, a.m.k. eru margir af gömlu bændahöfð- mgjunum mér ógleymanlegir. Ég var verslunarstjóri hjá Kaupf. Húnvetninga í tvö ár ’59—’6I, þá kynnt- 'st ég mörgum merkum manninum Þessum gömlu hempum hefur nú fækkað og er sannarlega sjónar- sviptir af. En alltaf kann ég vel við mig fyrir norðan °g sennilega er ég meiri dreifbýlismaður en margur húsettur utan þéttbýlis. SKINFAXI Nú ætla allir nýjir formenn að gera mikið á skömmum tíma. Hverjir verða helstu erfiðleikarnir, almennt og hvað verður sterkast í baráttunni gegn þeim? Ég kom ekki inn í stjórnina til að umbylta. Ég vænti aðeins þess að ég, stjórnin og framkvæmda- stjóri og annað starfslið megi vinna rösklega að þeim verkefnum er til heilla horfa. Það munu vafalaust koma upp ýmis ný verkefni sem gaman verður að glíma við, en ekki má draga úr þeim fjölmörgu verkefnum sem þegar eru í gangi. Erfiðleikarnir verða sjálfsagt eins og hjá svo mörgum, fjármálin. Með enn vaxandi starfi opnast augu ráðamanna fyrir aukinni fjárveitingu og okkar ágætu ráðamenn þurfa að átta sig á því hversu vel það fjármagn nýtist er okkur er veitt. Styrkur okkar liggur í starfmu og ég er bjartsýnn því stjórn samtak- anna hefur verið bæði samstillt og sterk. Eru ungmennafélögin að verað hreinræktuð iþróttafélög, hvað um aðra menningarstarfsemi og almenna þjóðmálaumræðu? Það er styrkur þessarar hreyfingar hversu vel hefur tekist að tengja saman íþróttir og félagsstarf. Þetta er auðvitað misjafnt eftir félögum, sum sinna íþróttum að miklum hluta og önnur hafa meira unnið að ýmsum menningarmálum s.s. leiklist. Bestur er árangurinn þar sem starfsemi fer fram á sem breiðustum grundvelli og íþróttirnar verða hluti menningarstarfsins. Umræða um þjóðmál getur verið góð ef hún leiðir ekki til sundurlyndis. Mörg mál eru þau sem menn geta sameinast um og unnið landi og þjóð gagn með t.d. bætt umgengni um landið, gróðurvernd, og gróðursetning. Þá hlýtur sú spurning að vakna hvernig hægt sé að efla þjóðerniskennd, þá á ég við eitthvað raunhæft t.d. að fólk kaupi aðeins islenskt þar sem því verður við komið. Ymsir segja að UMFI og ungmennafélögin standi á tímamótum nú, eftir stanslausa þenslu og uppgang í 10 ár. Hvernig á að marka stefnu við slíkar að- stæður? Ég Iít ekki svo á að það séu tímamót nú. Það voru sannarlega tímamót fyrir 10 áruni er þessi mikla uppbygging hófst. Vonandi höldum við áfram upp á við í anda þeirrar stefnu er mörkuð hefur verið. Að lokum vildum við gjarnan að þú, svona til að undirstrika að við höfum alls ekki snúið haki við þjóðlegum menningariþróttum, endaðir þctta spjall ineð góðri vísu. Vísu góða gæti cit ort, gengna slóð þó træði. Lengi þjóðin þreytti sport, það að Ijóða í næði. 11

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.