Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.10.1979, Blaðsíða 21
Krá Rcyrtarfirrti. Á þingi hjá UÍA Ungmenna- og íþróttasamband Austur- lands er eitt þeirra sambanda innan UMFÍ sem hvað mestum uppgangi hefur náð nú síðustu árin og hefur árangur þeirra á sviði frjálsra íþrótta verið mikið í sviðs- ljósinu. Skinfaxi var mættur á þing hjá UÍA 7. og 8. sept. sl. sem haldið var í Félagslundi á Reyðarfirði og það hófst á nokkuð ný- stárlegum tíma, sem sé kl. 20.30 á föstudagskvöldi. Ástæðan fyrir þessari tímasetningu var sú að sögn Sigurjóns Bjarnasonar fram- kvstj. UÍA, að fyrirhugað hefði verið að halda þingið á einum degi, sem sé laugar- degi en þá hefði komið í ljós að þann dag kl. 4 átti að fara fram þýðingar mikill leikur í 3. deild í knattspyrnunni milli Austra á Eskifirði og Þróttar Neskaupstað. Samkvæmt beiðni þessara félaga var þingtíma breytt og skyldi stefnt að því að! ljúka þinghaldi fyrir kl. 4 á Iaugardag, sern og tókst. Ekki er vitað hvort þessi óvanalega tímasetning hafði bein áhrif á fundarsókn en á föstudagskvöld voru mættir á milli 30 og 40 fulltrúar af þeim 89 sem rétt höfðu til setu. Þinghald fór fram með hefðbundnum hætti og óþarft að rekja það hér í smáatriðum, en gripið verður niður í ein- staka liði dagskrár eftir því sem ástæða þykir til. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.