Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 3
SKINFAXI
2. tbl. — 71. árg. — 1980
ÚTGEFANDI:
Ungmennafélag íslands.
RITNEFND:
Pálmi Gíslason ábm.
Diðrik Haraldsson
Sigurður Geirdal
Finnur Ingólfsson
Egill Heiðar Gíslason.
AFGREIÐSLA SKINFAXA:
Skrifstofa UMFÍ,
Mjölnisholti 14,
Reykjavík—Sími 14317.
OFFSETPRENTUN:
Prentval h/f.
STJÓRN UMFÍ:
Formaður:
Pálmi Gíslason
Meðstjórn.:
Diðrik Haraldsson
Björn Ágústsson
Bergur T orfason
Guðjón Ingimundarson
Þóroddur Jóhannsson
Jón Guðbjörnsson
Varastjórn.:
Dóra Gunnarsdóttir
Haukur Hafsteinsson
Hafsteinn Jóhannesson
Finnur Ingólfsson
Framkvæmdastjóri:
Sigurður Geirdal.
BLAÐAFULLTRÚAR
SKINFAXA:
UMSK Bjarki Bjarnason
UMSB Ófeigur Gestsson
HSH Pálmi Frírhannsson
HVÍ Hilmar Pálsson
UMSE Halldór Sigurðsson
UÍA Pétur Eiðsson
HSK Skrifst. Eyrarvegi 15
UMFK Sigurbjörn Gunnarsson
FORSÍÐUMYNDIN
Þeíta blað er að nokkru leyti
helgað sundíþróttinni og ekki úr
vegi að hafa á forsíðu mynd sem
sýnir jafna og skemmtilega
keppni í flugsundi. Myndin er
tekin á síðasta landsmóti.
Fyrr og nú
Það heyrist stundum sagt, og þá af eldra fólki,
að ungmennafélögin eins og við þekkjum þau séu
allt önnur en í öndverðu. Ekki skal sannleiksgildi
þess dregið í efa, en ekki er óalgengt að gefið sé í
skyn um leið að afturförin sé töluverð. Vera má
að það sé rökrétt niðurstaða frá sjónarhóli þeirra
sem voru starfandi ungmennafélagar á fyrstu ár-
unum. Heimur versnandi fer segir máltækið og af
því má draga þá ályktun að lengi geti vont versn-
að. Allt er þetta nokkuð afstætt, en e.t.v. hefur
fátt batnað, ef allt er skoðað ofan í kjölinn. En
víst er að æði margt hefur breyst og einmitt ekki
hvað síst á þessum árum frá því að ungmennafé-
lögin voru stofnuð. Ekki er að efa og raunar al-
mennt viðurkennt, að þau eigi þar sinn hlut, sum
part með virku starfi að markmiði sínu, ræktun
lands og lýðs, og sum part með því að skila af sér
þroskaðri og hæfari einstaklingum til starfa í
þjóðfélaginu. Vissulega eru ungmennafélögin líka
breytt en í raun og veru hvorki til hins betra né
verra. Þau hafa einfaldlega aðlagast tíðarandan-
um og þjóðfélagsháttum á hverjum tíma en jafn-
framt ætíð verið markmiði sínu og kjörorði trú.
Hins vegar hefur uppskeran verið misjöfn eins og
gengur. Því miður hefur margt farið forgörðum í
umbyltingu íslensks þjóðlífs á undanförnum ára-
tugum og er vissulega eftirsjá í ýmsu. En ung-
mennafélögin lifa enn góðu lífi víðast hvar og
gegna miklu hlutverki og munu gera. Ungmenna-
félagshreyfingin er jafnvel sterkari nú en nokkru
sinni. En ef þau væru nákvæmlega eins og í önd-
verðu þá væru þau hálfgerð nátttröll eða, sem er
trúlegra, þau væru einfaldlega ekki til lengur. Þau
væru liðin undir lok. Lífsvon ungmennafélaganna
er nefnilega fólgin í von kynslóðanna, æskunni,
og þaðan kemur hinn endurnýjandi kraftur.
íslandi alll,
Jón G. Guóbjörnsson.
SKINFAXI
3