Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1980, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.04.1980, Qupperneq 20
Viðtal við Sigríði Þorvaldsdóttur Form. Umf. Stafholtshrepps. Sigríður Þorvaldsdóttir er formaður Umf. Stafholts- tungna en það er með lífleg- ustu og starfssömustu félögum í sambandinu. A síðasta starfsári gekkst félagið m.a. fyrir áramóta- fagnaði, 17. júní hátíðahöld- um að Varmalandi, skemmti- fundi í Munaðarnesi, spila- kvöldum í samvinnu við kven- félagið, töðugjöldum, sá um rekstur sundlaugarinnar á Varmalandi. Þá efndi félagið til tveggja Sigríður Þorvaldsdútlir. gestgjafi Ungmennavikunnar (’76) og tvisvar hefur hér verið haldinn fræðsluráðstefna fyrir unga bændur í samtökunum, en þetta er í fyrsta sinn sem það kemur í okkar hlut að annast ársþingið, enda er það aðeins annað hvort ár. Ole Scheler lumar jafnan á einhverjum til- boðum þegar fer að vora og hann hefur nýlega hringt í mig og ítrekað tilboð sitt um aðstöðu okkar til landa í Aabybro. Hann vill gjarnan koma á samskiptum við héraðssamband (félag) með unglinga í huga 14—18 ára. í Aabybro er glæsileg íþrótta- aðstaða, en þessu öllu er greint nákvæmlega frá í 6. tölublaði Skinfaxa 1978. Þá greinir Ole frá því að íþróttafélagið í Aabybro á 80 ára afmæli í sumar og efnir af því til- efni til alþjóðlegra íþróttabúða fyrir unglinga dagana 22.—29. júní. Þar mæta til leiks unglingar 12—14 ára og 14—16 ára og búa í tjöldum meðan á vikunni stend- ur. Meðal þeirra greina sem verður efnt til keppni í, er knatt- spyrna, handknattleikur, sund og borðtennis. Allar nánari upplýsingar um þessi mót og námskeið er að fá á skrifstofu UMFÍ. Sig. Geirdal. leikhúsferða og gekkst fyrir leiklistar-námskeiði. Umf. Stafholtstungna gefur út blað- ið „Nýr gestur” og auk alls þessa er blómleg íþróttastarf- semi hjá félaginu, frjálsar, knattspyrna, sund og borðtennis. Varðandi aðstöðu til félags- starfa sagði Sigríður að beðið væri eftir félagsheimilinu á Varmalandi, en raunar væri notkun þess þegar hafin þótt ekki væri byggingu þess lokið, t.d. hefði félagið þar fundar- herbergi og samastað fyrir gögn sín. Eg spurði Sigríði hvort menn þyrftu ekki að vera sér- stökum hæfileikum búnir til að vera valdir til formennsku í félagi með svona fjölþætta starfsemi. Hún gerði lítið úr því og taldi að áhuginn væri aðalatriðið svo og að menn skoruðust ekki undan ábyrgð, en gerðu sitt besta, þegar til þeirra væri leitað. Aðspurð sagðist hún ekki gera upp á milli hinna ýntsu starfsþátta félagsins þótt hún hafi sjálf tekið mestan þátl í leiklistarstarfinu. Eg spurði hana um töðu- gjöldin sem mér fannst skemmtileg nýbreytni, og hún kvað þau hafa heppnast vel, með leikjum, dansi og súkku- laðidrykkju fyrir fólk á öllum aldri, að gömlum og góðum sið. Sigriður sagði að í Umf. Stafholtstungna störfuðu allir aldursflokkar saman í félaginu og kvað það hafa gefið góða raun. S.G. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.