Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 18
Frétta tilkynning UNGMENNASAMBAND AUSTUR- HÚNVETNINCA 63. héraðsþing Ungmenna- sambands Austur-Húnvetninga var haldið á Skagaströnd laugar- daginn 1. mars. Þingið sátu rúm- lega 30 fulltrúar auk stjórnar USAH og gesta. Á þinginu var lögð fram árs- skýrsla sambandssins. Þar kom m.a. fram að á síðasta ári voru íþróttaþjálfarar í starfi hjá sam- bandinu og aðildarfélögum þess. Héraðsmót voru haldin í frjáls- um íþróttum, knattspyrnu og sundi. Unglingamót voru í frjáls- um íþróttum og knattspyrnu. Keppni fór fram í ýmsum íþrótt- um milli skólanna í héraðinu, en USAH stendur árlega fyrir slíkri keppni. Keppendur voru sendir á mörg íþróttamót utan héraðs. Frjáls- íþróttalið sambandsins sigraði sýslukeppni við Vestur-Húnvetn- inga og Skagfirðinga og í þriðju deild íslandsmótsins varð liðið i þriðja sæti. Unglingar voru sendir á meistaramót yngri ald- ursflokkanna í frjálsum íþrótt- urp. Þangað fá þeir unglingar að fara sem skara fram úr á skóla- mótinu. Á meistaramótinu, sem háð var í febrúar s.l. átti USAH tvo íslandsmeistara og tveir keppendur urðu í öðru sæti. Húnavakan, hin árlega fræðslu- og skemmtivika Ung- mennasambandsins var haldin í apríl. í ár er áætlað að Húnavak- an hefjist 23. apríl. Ritið Húna- vaka kemur árlega út í tengslum við samkomuna. Nú er verið að leggja siðustu hönd á endur- prentun tveggja fyrstu árganga ritsins, sem komu út fjölritaðir árin 1961 og 1962, en þeir eru löngu uppseldir. Áformað er að halda áfram endurprentun þeirra árganga sem eru uppseldir. Á síðasta sumri voru ung- mennabúðir starfræktar á vegum sambandsins. Svo verður einnig í sumar. Af öðrum málum sem á döfinni eru má t.d. nefna að knattspyrnulið sambandsins mun taka þátt í þriðju deildar- keppni KSÍ og frjálsíþróttaliðið mun keppa í þriðju deild FRÍ en sú keppni verður háð á Blöndu- ósi. Á þinginu var lýst kjöri íþróttamanns ársins og var það Sigríður Gestsdóttir. Þá var af- hentur farandbikar því félagi sem bestum árangri náði á mót- um innan sambandsins á síðasta ári. Umf. Fram á Skagaströnd sigraði þá keppni með 48 stigum en Umf. Hvöt á Blönduósi hlaut 46 stig. Formaður UMFÍ, Pálmi Gíslason, afhenti sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni prófasti starfsmerki UMFÍ fyrir mikil og góð störf í þágu USAH. Ritari USAH. íþróttanefnd USAH aó störfum. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.