Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1980, Side 19

Skinfaxi - 01.04.1980, Side 19
Erlend samskipti Ungmennavikan 1980 verður að þessu sinni í Noregi. Staðurinn sem hefur verið valinn er „Sund Folkehogskole”, í Norður-Þrændalögum, ca. 100 km norðan við Þrándheim. Margt verður þarna á dagskrá að vanda og má þar nefna nátt- úruskoðun, sögustaðir skoðaðir, (Stiklastaður) og Lappamenn- ingin. Þá verður litið á landbún- aðinn og atvinnulífið í héraðinu. Innan hinnar hefðbundnu dagskrár verða ýmsir valkostir t.d. þjóðdansar, þjóðlagasöng- ur, leiklist, föndur og leikir. Þá verða þátttökufélögin kynnt og Lýflhúskólinn i Sundi, Nnregi. kvöldvökur haldnar að vanda. Efnt verður til umræðuhópa um ýmis félagsmál m.a. um bindind- ismál. Reiknað er með um 100 þátt- takendum á aldrinum 16—25 ára og vonast UMFÍ til að geta sent 10—15 manna flokk til ung- mennavikunnar sem verður dag- ana 27. júlí til 2. ágúst. Þátt- tökugjald er 1000 norskar krónur en ferðakostnaður liggur ekki ljós fyrir ennþá. UMFÍ gerir ráð fyrir að styrkja þátttakendur með því að greiða hluta af far- gjaldi þeirra. Þátttökutilkynn- ingum þarf að skila til UMFÍ fyrir 20. maí n.k. Ársþing NSU verður haldið á íslandi dagana 12.—14. september og í kjölfar þess er gert ráð fyrir leiðtoga- námskeiði til 17. sept. Talað hefur verið um efnið „menntun og þjálfun æskulýðsleiðtoga” en það hefur þó ekki verið ákveðið endanlega ennþá. UMFÍ mun annast undirbún- ing og framkvæmd þessa verk- efnis í samráði við stjórn NSU. Líklegt þykir að fundinum verði valinn staður í Borgarfirði. UMFÍ hefur einu sinni verið 19

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.