Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 28
Pétur Eiðsson
Hugleiðing um
afrekaskrána
Þráins Hafsteinssonar á afreka-
skrá UMFÍ árið áður. Þráinn
fjallaði um þessi mál af góðri
þekkingu og raunsæi og voru
held ég allir ánægðir með hans
tilskrif. Aftur á móti er margt í
skrifum Vésteins ákaflega hvim-
leitt aflestrar og virkar varla
hvetjandi á okkar íþróttafólk.
I síðasta hefti Skinfaxa skrifar
Vésteinn Hafsteinsson grein sem
hann nefnir: „Hugleiðingar um
afrekaskrána 1979”. Eftir lestur
þessarar greinar finnst mér betra
nafn á þessa grein: „Yfirlætis-
fullar aðfinnslur í garð afreks-
fólks UMFÍ.”
Það er býsna ólíkt að bera
saman þessi skrif við umfjöllun
Sums staðar virðist hann leit-
ast við að rífa niður árangur
einstrakra íþróttamanna og
ákveðinna félaga. Sérstaklega
virðist greinarhöfundi vera í nöp
Félagsmálanámskeið
í byrjun febrúar var haldið félagsmálanámskeið á vegum UMFÍ í þjónustumiðstöðinni að
Mjölnisholti 14, Reykjavík. Fyrirhugað var að námskeiðið yrði fyrir Ungmennafélaga utan af
landi sem ekki gefst kostur á að sækja námskeið yfir veturinn í sinni heimabyggð. Allmörgum
héraðssamböndum var gefinn kostur á að senda fulltrúa en þegar á átti að reyna voru væntan-
legir þátttakendur ekki tilbúnir til þátttöku. Að lokum var hægt að berja saman námskeið með
15 þátttakendum frá 5 samböndum og félögum. Þau voru USVS, HSK, UMSK, UÍA og UV.
Síðasta námskeiðskvöldið hélt Sigurður Geirdal ítarlega kynningu á Ungmennafélagi íslands.
Krá námskcirtinii í Mjölnisholti 14.
28
SKINFAXI