Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 8
Hörður S. Óskarsson for-
stöðumaður Sundhallarinnar á
Selfossi er formaður Sundsam-
bands íslands. Við hittum Hörð
nú nýverið og inntum hann
frétta af málefnum sundíþróttar-
innar.
Hvenær var Sundsamband ís-
lands stofnað?
SSI var stofnað 25. febrúar
1951 og verður því 30 ára á
næsta ári. Fyrsti formaður Sam-
bandsins var Erlingur Pálsson.
Hvernig er SSÍ uppbyggt?
Þing Sundsambandsins er
haldið á hverju ári í september.
Þar er m.a. kosin 5 manna stjórn
sem heldur að meðaltali 2 stjórn-
arfundi í mánuði. Sambandinu
er skipt upp í fjórar aðalnefndir
sem sjá um hina ýmsu mála-
flokka:
Mótanefnd sér um öll sundmót
sem haldin eru á vegum SSÍ eða
6—7 talsins.
Tækninefnd sér um námskeiðs-
hald og þjálfarafræðslu, fylgist
Hörður S. Óskarsson,
formaður SSÍ.
Frá Sundsambandi Islands
SUND
2 milljónir manna
í sund á ári
með nýungum í greininni og sér
um útgáfu á reglugerðum o.fl.
Landsliðsnefnd sér um að halda
landskeppnir, velja í landslið og
setja upp lágmörk fyrir þátttöku
í erlendum mótum.
Útbreiðslu- og unglinganefnd sér
um kynningu á starfseminni og
útgáfu fréttablaðsins „SUND-
MÁL” en þar eru birt úrslit allra
sundmóta sem haldin eru auk
reglugerða, greina um sund og
sundstaði og kynningu á afreks-
fólki okkar í sundi. Ennfremur
sér nefndin um að veita öllum
viðurkenningu sem setja ungl-
ingamet í sundi, þ.e. í sveina-,
meyja-, telpna-, drengja-,
stúlkna- og piltaflokki.
Ef við förum nánar útí út-
breiðslustarfsemina. Hvað er
það helsta sem unnið er að á því
sviði?
Um þessar mundir er verið að
skipuleggja fjöldaþátttöku al-
mennings í sund-trimmi í sam-
ráði við trimmnefnd ÍSÍ.
Með útgáfu „SUNDMÁLA”
er reynt að útbreiða sundíþrótt-
ina og þá um leið að ná betri
tengslum við félögin út um hinar
dreifðu byggðir. En blaðið er
sent ókeypis til allra félaga og
sambanda sem eru með sund á
stefnuskrá sinni og hvers einasta
sundstaðar í landinu.
Tækninefndin vinnur að upp-
setningu þjálfara- og leiðbein-
endanámskeiða og hafa þegar
verið haldin 2 A-stigs námskeið í
sundi og í haust er meiningin að
koma á einu A-stigi og einu
B-stigi í viðbót. Úr þeim tveimur
námskeiðum sem búin eru hafa
útskrifast 38 leiðbeinendur. En
prógrammið inniheldur A-B-C
og D stig
Er sund iðkað um land allt?
Já, það má segja það. Annars
er svæðið frá Akranesi og allt
norður og austur til Sauðárkróks
hálf illa sett kannski að undan-
teknum Stykkishólmi, Bolungar-
vík, ísafirði og Blönduósi og
8
SKINFAXI