Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 14
Hafnarnes. Vestmannaeyinga. Þá keppti ég í 3000 m hlaupi og spjótkasti en ég æfði aðallega langhlaupin þá. Okkur gekk nokkuð vel við Vest- mannaeyingana. Guðmundur Vilhjálmsson var upp á sitt besta þá, og ég man t.d. hvernig hann stakk þá af í langhlaupinu. Hve oft hefurðu tekið þátt í Austurlandsmótum í frjálsum? Ætli ekki 25 sinnum. Fyrst eftir að ég kom til Keflavíkur æfði ég stíft undir Landsmót UMFÍ sem var haldið 1955 á Ak- ureyri, og það ár held ég að ég hafi fyrst tekið þátt í Austur- landsmóti. Þetta var heilmikill þvælingur þá að ferðast frá Keflavík til Akureyrar, að ég tali nú ekki um austur á land. Ég gerði mér lika einu sinni ferð austur til að taka þátt í Víða- vangshlaupi UÍA sem þá var heilmikill árlegur íþróttavið- burður. Þessi langhlaupsveit frá Hafnarnesi var landsfræg um þetta leyti. Við unnum víða- vangshlaup ÍR 1955 (sveita- keppnin) urðum íslandsmeistar- ar og settum jafnvel íslandsmet í 4x 1500 m hlaupi á Meistara- móti íslands 1956. Nú er landsmótsferill þinn orðinn langur og glœsilegur. Hve oft hefurðu keppt á Landsmót- um UMFÍ? 7 sinnum, fyrst á Akureyri 1955. Næsta Landsmót verður líka á Akureyri, og ef ég keppi þar má segja að ég sé kominn hringinn. Eru einhverjir sérstakir keppi- nautar frá Landsmótum þér minnisstœðir? Já, þeir eru náttúrlega fjöl- margir. Það má kannski sérstak- lega geta Ólafs Unnsteinssonar. Við áttm oft í harðri keppni. Þá minnist ég Birgis Marinóssonar Ein af mörgum eftirlætisíþróttum Guð- mundar er eggjataka og fuglaveiðar. Hér sést hann á UÍA peysunni sinni á ystu bjargbrún í Skrúð þar sem hann gcrir sig likiegan til að háfa lunda í soðið. úr Eyjafirði en hann stal af mér sigrinum í 400 m hlaupi á Laug- um, læddist fram úr mér á síðustu metrunum. Einhverjir, sem hafa haldið eins vel út og þú? Já, það er þá helst Þóroddur Jóhannsson frá UMSE, ég held að hann hafi keppt á flestum þeim landsmótum sem ég hef keppt á. Hverjir eru þínir bestu árangr- ar? Ég náði mínu besta í 400 m í Kaupmannahöfn eftir Lands- mótið á Laugum, eitthvað um 52 sek. og hefndi mín á Birgi Mar sem þá varð að lúta í lægra haldi, þá á ég 11.1 í 100 m hlaupi. Æfirðu núna? Já, já. Hvernig er œfingaprógramm- ið hjá þér? Ég fer í innanhússknattspyrnu einu sinni í viku, og út að hlaupa tvisvar í viku. Við erum að fara núna til Kanaríeyja, hjónin, förum þang- að alltaf árlega og þar æfi ég allt- af vel. Hversvegna hefurðu nennt að standa í þessu svona lengi? Nú ég hef gert þetta fyrir ánægjuna. Mér hefur fundist þetta vera mikil heilsubót. Fjöl- skyldan hefur mikinn áhuga líka, það hjálpar mikið til Innskot: Guðmundur er giftur Dóru Gunnarsdóttur sem er í fyrsta lagi kunn handknattleikskona, varaformaður UÍA, í handknattleiksráði UÍA og í varastjórn UMFÍ. Heimili þeirra Guð- mundar er gjarnan skálkaskjól okkar Tveir þekktir Ueiknismcnn, Guðmundur og Skúli Oskarsson. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.