Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 27
fyrir nokkrum árum, gefið fagr- an bikar í þessu augnamiði til minningar um hann. Ungmennafélagið minntist síðan afmælisins með veglegu hófi í Stapa 13. okt. s.l. Haf- steinn Guðmundsson setti hófið með ræðu og bauð gesti vel- komna en meðal þeirra voru Pálmi Gislason form. UMFÍ, Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ, framkvæmdastjórar samband- anna Sigurður Geirdal og Her- mann Guðmundsson, Bæjar- stjórn Keflavíkur og ýmsir for- ystumenn íþróttamála í Kefla- vík. Þá var öllum eldri heiðursfé- lögum boðið sérstaklega. Þórhallur Guðjónsson rakti sögu félagsins í afmælisræðu er spannaði yfir 50 ára starfsemi fé- lagsins. Ávörp og kveðjur fluttu Gísli Halldórsson, Pálmi Gísla- son, Gunnar Eyjólfsson, Sverrir Júlíusson og Tómas Tómasson. Ýmsar gjafir bárust s.s. vegg- skjöldur frá ÍSÍ, áletruð fána- stöng frá UMFÍ, silfurskál, bik- arar og síðast en ekki síst ein milljón frá Keflavíkurbæ. í hófinu voru ýmsir ung- mennafélagar heiðraðir. Allir eldri heiðursfélagar sem eru á lífi voru sæmdir hinum nýja heið- urskrossi ásamt árituðu skjali. Þeir eru: Þórey Þorsteinsdóttir, Kristjana Ólafsdóttir, Bergsteinn Sigurðsson, Sverrir Júlíusson, Helgi S. Jónsson, Ólafur Þor- steinsson, Eyjólfur Guðjónsson, Kristinn Jónsson, Margeir Jóns- son og Egill Ásmundsson. Tveir ungmennafélagar voru gerðir að heiðursfélögum í af- mælishófinu, þeir Gunnar Sveinsson og Þórhallur Guðjónsson og einig voru þessir sömu menn sæmdir gullmerki ÍSÍ við þetta tækifæri fyrir mikil og góð störf fyrir félagið og íþróttahreyfinguna. Þá var Haukur Hafsteinsson sæmdur starfsmerki UMFÍ. Hinu nýja gullmerki voru sæmdir bræðurnir Hólmgeir og Hörður Guðmudnssynir. Silfur- merki hlutu: Guðbjörg Jónsdótt- ir, Högni Gunnlaugsson, Ragnar Friðriksson, Jón Jóhannsson, Holmbert Friðjónsson, Magnús Haraldsson, Jóhann R. Bene- diktsson, Björn Jóhannsson og Geirmundur Kristinsson. Þeir Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ og Hafsteinn Þorvaldsson fyrrv. formaður UMFÍ voru sæmdir gullmerki UMFK fyrir frábær störf að íþrótta- og æskulýðs- málum um langt árabil. Þá var í hófinu afhentur í fyrsta sinn Sveinsbikarinn til knattspyrnumanns UMFK 1979 og hlaut hann hinn snjalli mark- vörður Þorsteinn Ólafsson. Mikill glæsibragur var yfir þessari afmælishátíð og tókst hún í alla staði vel en veislustjóri var Vilhjálmur Ketilsson. S.G. Félagsmálafræðsla hjá USÚ Félagsmálafræðslan hefur skipað virðulegan sess í starfi Úlfljóts í vetur. Haldið var námskeið fyrir stjórnarmenn félaga að Hala í Suðursveit í nóvember-mánuði. Var námskeiðið vel sótt og tókst í alla staði vel. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þeir Sigurjón Bjarnason og Guðmundur Guðmundsson. Um mánaðmótin febrúar/mars var síðan haldið fyrsta stigs námskeið hjá Umf. Val og Umf. Öræfinga, þar sem megin áherslan var lögð á hópstarf, ræðumennsku, fundarsköp og fundar- stjórn, stofnun félags og félagsstarf. Þátttakendur á námskeiðum þessum voru 30 talsins og létu að lokum í ljós ánægju sína með námskeiðin. Á mörgum stöðum taldist það sennilega til tíðinda ef 30% af íbúum sveitarféalgsins mættu á félagsmálanámskeið en það gerðist hjá Umf. Val í Myrarhreppi í þetta sinn, en þar í hópi voru allir helstu frammámenn sveitarfélagsins. Leiðbein- andi á námskeiðinu var Finnur Ingólfsson en honum til aðstoðar var Sæmundur Runólfsson. SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.