Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 26
Ungmennafélag
Keflavíkur __
Ungmennafélag Keflavíkur
varð 50 ára hinn 29. sept. s.l. en
það var stofnað 29. sept. 1929.
Afmælisins var minnst á marg-
víslegan hátt á síðasta ári og skal
nú getið þess helsta.
Afmælismót í júdó fór fram í
Stapa um páskana. Keppt var í 3
flokkum og veitt vegleg
verðlaun.
Sérstakur knattspyrnudagur
var haldinn í sumar þar sem
keppt var í öllum aldursflokkum
við ýmis félög en meistaraflokk-
ur félagsins lék við unglinga-
landsliðið. Á eftir var boðið upp
á kaffi og kökur í skátahúsinu.
í tilefni afmælisins var gerður
sérstakur afmælispeningur sem
framleiddur var í Þýskalandi.
Voru slegin af honum 200 stk. í
gulli, silfri og bronsi.
Stjórn félagsins samþykkti
sérstaka reglugerð fyrir heiðurs-
veitingar á vegum félagsins. Er
um að ræða 3 stig. Heiðurs-
kross, sem er æðsta viðurkenn-
ing er félagið veitir og er aðeins
veitt heiðursfélögum. Gull- og
silfurmerki sem veitt eru þeim er
unnið hafa sérstaklega vel fyrir
félagið um margra ára skeið.
Sérstakt afmælisrit var gefið
út. Er það sérstaklega vandað rit
með fjölda mynda úr starfi og
sögu félagsins. Um útgáfu rits-
ins, sem er 92 bls. að stærð, sá
Steinar J. Lúðvíksson.
Ákveðið var á árinu að út-
nefna á hverju ári knattspyrnu-
mann UMFK. Höfðu foreldrar
Sveins Gunnarssonar, er lést
26
SKINFAXI