Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 23
Æfingin skapar meistarann —frábœr árangur Huga Harðarsonar á sl. ári. Hugi setti á starfsárinu alls 13 íslandsmet í sundi, 7 í 50 m brautinni og 6 í 25 m brautinni. Þá setti hann og 13 ný piltamet auk þess sem hann átti þátt í 7 nýjum pilta- metum í boðsundi. Alls eru þetta því 33 ný met á árinu. A flestum sundmótum sem haldin voru, setti hann ýmist fslandsmet eða piltamet. Á innanhúsmeistaramótinu sigr- aði hann í 4 sundgreinum og varð 2. í þremur greinum, setti 1 íslandsmet karla og 5 piltamet. Á íslandsmeistaramótinu setti hann eina sundmetið sem sá dagsins ljós, en það var í 200 m baksundi 2.20,1. Á Unglingameistaramótinu sem haldið var á Sauðárkróki varð hann fimmfaldur meist- ari. Hugi var eini íslendingur- inn sem sigraði í Kalott- keppninni í Bodö í Noregi, en það var í 200 m baksundi 2:18,9. Þá setti hann einnig nýtt piltamet í 800 m skrið- sundi 9:09,5. Á skoska meistaramótinu komst Hugi tvisvar í úrslit og einu sinni í aðalúrslit í 200 m baksundi og setti þá tvö Is- landsmet 2:21,0 og 2:20,6 og einnig komst hann í aukaúr- slit í 200 m fjórsundi. I átta landa keppninni í Mool í Belgíu setti hann Is- landsmet í 100 m baksundi 1:06,11. I þriggja landa keppninni í Dublin setti Hugi Islandsmet í 200 m baksundi 2:15,9 og piltamet í 100 m baksundi 1:05,5. Á Norðurlandameistara- mótinu í Motala Svíþjóð setti hann íslandsmet bæði í 100 og 200 m baksundi. Þá hefur Hugi verið valinn í tvígang íþróttamaður HSK og Selfoss, sem staðfestir að hann hefur æft og stundað sína íþrótt af frábærri elju og reglusemi. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.