Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 9
þyrfti sannarlega að gera þar bragarbót á. Einnig höfum við í Sundsambandinu miklar áhyggj- ur af þeim stöðum sem eru með lokaðar laugar að vetri til eins og á Siglufirði og Seyðisfirði en þar eru byggð gólf yfir laugarnar og notaðar sem íþróttasalir og sundið því forsmáð illilega. Hver er fjöldi iðkenda í sundi? Iðkendur með keppni fyrir augum eru samkvæmt kennslu- skýrslum rúmlega 4000. Það er þó lítið brot af þeim mikla fjölda sem iðkar sund sér til ánægju og heilsubótar, því alls komu 2.092.765 manns á sundstaði landsins árið 1978 og eru þá mætingar skólanema meðtaldar. Hvernig eru tengsl SSÍ við ÍSÍ og UMFÍ? Tengsl Sundsambandsins við ÍSÍ er mun meiri en við UMFÍ. Kemur það aðallega til af tvennu. í fyrsta lagi rennur beinn fjárhagsstuðningur ríkisins til sérsambandanna í gegnum ÍSÍ. í öðru lagi eru öll stjórnarstörf í nánum tengslum við skrifstofu ÍSÍ vegna sameiginlegs húsnæðis og starfsmannahalds þar sem flest minni sérsamböndin hafa ekki efni á sérstöku starfsliði. Tengslin við UMFÍ eru mikið til í gegnum ungmennafélögin vítt og breitt um landið. Þar hafa tengslin verið aukin til muna með því t.d. að sundþingin eru alltaf haldin annað hvert ár utan Reykjavíkursvæðisins. Þá hafa öll sundmót sem haldin eru á vegum SSÍ verið haldin annað hvert ár utan höfuðborgarinnar nema Meistaramót íslands inn- an- og utanhúss. Önnur verkefni SSÍ? Fyrir utan það sem áður er getið má nefna erlend samskipti en þau hafa verið töluverð og hefur sitt sýnst hverjum. Á s.l. ári var efnt til 3ja landa keppni með írum og ísraelum. Þá höfum við verið með í svo- kallaðri 8-landa keppni, Norður- landameistaramóti og Unglinga- meistaramóti Norðurlanda enda hefur SSÍ lagt metnað sinn í að vera með þar þó erfitt hafi verið stundum. Á s.l. ári var svo tekin upp samvinna í Kalott sundmótinu í fyrsta sinn. En þar eiga hlut að máli nyrstu byggðir Norðurland- anna; Finnlands, Svíþjóðar og Noregs og nú íslands. Þessi jað- arsvæði Norðurlandanna keppa árlega saman í frjálsum íþróttum og sundi og til skiptis hjá hvoru öðru. Þó ég nefni hér frjálsar þá eru þessi mót haldin á sitt hvorum árstímanum. Er ekki mikill kostnaður sam- fara svo öflugu samstarfi við er- lenda aðila? Jú, og einmitt vegna þess höfum við dregið okkur út úr 8-landa keppninni en í staðinn leitað hófanna við Svisslendinga og Færeyinga um samstarf á sviði sundíþróttarinnar. Er farið að undirbúa afmœl- ið? í tilefni af 30 ára afmæli Sundsambandsins á næsta ári hefur verið ákveðið að halda Norðurlandameistaramót í sundi í byrjun júní 1981 ásamt þingi sundsambanda Norðurlanda. Þá verður Kalott sundmótið vænt- anlega haldið hér um páskana. Einnig vonumst við til að geta boðið uppá veglegt afmælis- sundmót stuttu eftir að afmælis- árið gengur í garð. Hvað leggið þið afmörkum til íþróttahátíðarinnar? Á íþróttahátíðinni í sumar verður haldið tveggja daga sund- mót í öllum aldursflokkum og verður reynt að vanda til þess svo sem kostur er. Sérstaklega væntir SSÍ þess að félög utan höfuðborgarinnar sjái sér fært að senda sem flesta sundmenn til mótsins, og efni heima í héraði til úrtökumóta fyrir þetta sund- mót. Þá er í ráði að koma á hraðkeppni í hinni sívaxandi grein sundknattleiknum og munu sennilega 4 lið taka þátt í því. Við þökkum Herði spjallið en hann hefur síðasta orðið: Fjármál sundíþróttarinar og reyndar iþróttahreyfingarinnar í heild eru sífellt í brennidepli og er orðin brýn nauðsyn að hreyf- ingin efni til sérstakrar ráðstefnu um fjármál íþróttahreyfingar- innar og þá með sérstöku tilliti til sérsambanda ÍSÍ. Þar kemur til greina t.d. að ræða breytingu á úthlutunarregl- um ríkisstyrksins til sérsamband- anna og skapa fasta tekjustofna sem sérsamböndin geta byggt starfsemi sína á. Þeim er mjög stakkur skorin til sjálfstæðra fjáröflunar vegna hættu á að það skaði starfsemi hinna ein- stöku félaga og hindri þau í öfl- ugu starfi. Flest sérsamböndin eru í al- gjöru fjársvelti og geta varla sinnt þeim föstu verkefnum sem þau eru þó lagalega skyldug að sinna. Ef þessu verður ekki hreyft á næstunni er hætt við að hreyfingin missi frá sér margan manninn og konuna úr þessu annars ánægjulega tómstunda- starfi. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.