Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 10
Formaður landsmótsnefndar Þóroddur Jóhannsson Þeir sem fylgst hafa með starfi ungmennafélaganna undanfarna áratugi og þá sérstaklega lands- mótunum munu flestir þekkja Þórodd Jóhannsson Eyfirðing, léttan i spori og síungan. Þegar tíðindamaður Skinfaxa leit við hjá Þóroddi rétt fyrir síðasta ársþing þeirra Eyfirðinga var stutt viðtal hripað niður í flýti. Þar kom m.a. fram að Þór- oddur er fæddur 3. júlí 1932 að Skriðulandi í Arnarneshreppi. 14 ára gamall gekk hann í Umf. Möðruvallasóknar, eða þegar aldur leyfði. Þóroddur varð strax virkur þátttakandi í félags- starfinu og í sinni fyrstu keppni þetta sumar keppti hann í lang- stökki og tókst rétt að stökkva út í gryfjuna. Hvernig var aðstaða til íþróttaiðkana á þessum árum? Hún var afar slæm, það var ýmist æft á grónum melum, tún- um eða engjum. Þó eignaðist fé- lagið ágæta íþróttamenn m.a. Harald Sigurðsson, en hans áhrifa gætti mjög. Á mig hafði hann mikil áhrif. Þá má líka nefna Pálma Pálmason spjót- kastara, en þessir tveir menn unnu marga sigra á héraðsmót- um UMSE. Þú byrjaðir snemma að keppa á héraðsmótum? Já, en árangurinn lét nokkuð á sér standa. Ég snéri mér fljótlega að spretthlaupum og köstum. Héraðsmótin voru haldin að Hrafnagili, aðstaða þar var mjög slæm. í spretthlaupum t.d. var gaddavírsgirðing rétt við enda- markið og þar röðuðu menn sér upp við girðinguna til að verja hlauparana frá því að lenda á henni. Þess voru dæmi að sumir drægju úr ferðinni síðustu metr- ana til að forða árekstri. Nú hefur þú líklega keppt á fleiri landsmótum UMFÍ en nokkur annar, hvert var þitt fyrsta landsmót? Fyrsta mótið var landsmótið hér á Akureyri 1955 og ég hef keppt á þeim öllum síðan, eða samtals 8 mótum. En árangurinn, Þóroddur? Það hittist nú svo á að ég var bestur á þeim árum sem ekki var landsmót, t.d. 1958 náði ég 11.0 sek. í 100 m hlaupi. Ég hef verið í sigursveit í boðhlaupi en annars er minn besti landsmótsárangur 1961 er ég varð annar í 100 m hlaupi á eftir Ólafi Unnsteins- syni. Þrátt fyrir þetta eru lands- mótin lang skemmtilegustu mót sem ég hef keppt á. Það hefur glatt mig hversu mikinn áhuga fólk hefur sýnt frjálsíþróttunum á landsmótum, meiri en á nokkrum öðrum mótum hér. En hvaða Landsmót er þér minnisstœðast? Landsmótið á Þingvöllum 1957, sem haldið var í tilefni 50 ára afmælis UMFÍ. Þar sigraði lið UMSE í frjálsíþróttakeppn- inni. Þetta var góður og sam- stæður hópur og frammistaðan og framkoman með glæsibrag. Á þessu móti settum við Mar- grét kona mín, upp hringana. Það orsakaðist þó ekki af sigur- vímu íþróttanna og var engin bráðræðisráðstöfun heldur löngu ákveðið. Annars er Lands- mótið á Laugarvagni 1965 lík- lega það glæsilegasta sem ég hef tekið þátt í. En stjórnarstörf þín? Ég var í stjórn umf. Möðru- vallasóknar i 8 ár, fyrst sem gjaldkeri og síðar formaður. 1957 verð ég síðan formaður UMSE, það kom mér sjálfum mjög á óvart, enda hafði ekkert verið minnst á það við mig fyrr en á ársþinginu. Ég var síðan formaður í 7 ár en þá tók Sveinn Jónsson við og ég gerðist starfs- maður sambandsins og var það í 14 ár. Hvernig líkaði þér starfið? Mér líkaði vel starfið og hafði alltaf áhuga og ánægju af því, enda hefði ég ekki enst þetta lengi ef svo hefði ekki verið. Ungmennafélagshreyfingin hefur ætíð verið mér hugsjón. Störf sem þessi verða ekki unnin frá 9—5. Á kvöldin og um helgar þarf einmitt mörgu að sinna. Og það má segja að sjaldan sé friður. Ég minnist þess einu sinni á aðfangadagskvöld þegar við vorum sest fyrir framan sjón- varpið að hlusta á biskupinn, þá hringir síminn, þetta var þá for- maður kvenfélags í sveitinni að 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.