Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.04.1980, Blaðsíða 22
Ungir skákmenn hjá UMSE. Skák á vegum UMSE Skákáhugi hefur alla tíð verið mikill meðal Eyfirðinga, og virðist ekki vera á undan- haldi, þrátt fyrir að sjónvarp taki oft mikinn hluta frítíma manna. Skákmót UMSE hafa ávallt verið fjörug, og þar hart barist um hvert sæti og stig, hver einstök skák vandlega íhuguð og tefld. í sveitakeppni UMSE hefur Umf. Skriðu- hrepps borið höfuð og herðar yfir andstæðinga sína, en þar hafa verið fremstir í flokki þeir bræður Ármann, Guð- mundur og Rúnar Búasynir, ásamt föður sínum, Búa Guð- mundssyni, meðan hans naut við. Einnig hefur Hreinn Hrafnsson verið fastur maður í skáksveitinni. Á hraðskákmóti UMSE er haldið var í desember s.l. varð Guðmundur Búason hlut- skarpastur, hlaut hann 10 vinninga af 12 mögulegum. Kom sigur Guðmundur lítið á óvart, en hann hefur unnið hraðskákmótin undanfarin ár. Annar varð Hjörleifur Hall- dórsson en hann hefur einna helst veitt Guðmundi keppni. Hlaut Hjörleifur 91/2 vinning. Hjörleifur teflir fyrir Umf. Öxndælinga. Þriðji varð svo Hreinn Hrafnsson með 9 vinninga. í 4.— 5. sæti urðu þeir Davíð Haraldsson Umf. Reyni og Reynir Helgason Umf. Möðruvallsóknar með 7 vinninga og í 6. sæti varð Ásgrímur Sigurðsson Umf. Skriðuhr. með 6 v. í keppni 16 ára og yngri var keppnin geysihörð og þurfti að tefla aukaskákir um K— 2. sætið og 3.-4. sæti. Hlut- skörpust um 1. sætið varð Ás- rún Árnadóttir Umf. Öxn. með 10+2 vinn. en í 2. sæti varð Halldór Gunnarsson Umf. Öxn. með 10 vinninga. I 3. sæti varð Sveinfríður Hall- dórsdóttir hlaut hún 6V2 + 2 vinninga, 4. varð Hörður Árnason með 6'/2 + 1 v. og í 5.—6. sæti urðu þeir frændur Birgir Arason og Júlíus Guð- mundsson með 4 vinninga. Athyglisvert er að 6 efstu keppendur í yngri flokki eru allir félagar í Umf. Öxndæl- inga og ættu þeir því að geta komið með sterka skáksveit í sveitakeppnina, á næstu árum. Allir þessir unglingar hafa verið í skákliði skóla síns, und- anfarin ár og þar hafa þeir að sjálfsögðu öðlast dýrmæta reynslu, sem þeir nú búa að. Sá maður sem hvað mest hefur aðstoðað og leiðbeint þessum öxndælsku ungling- um, er hinn þekkti skákmaður Eyfirðinga, Hjörleifur Hall- dórsson frá Steinsstöðum í Öxnadal, en hann hefur ávallt borið hag skáklistarinn- ar fyrir brjósti og mikill hluti frítíma hans hefur farið í að þjálfa og stjórna skákmótum meðal ungmennafélaga í Öxnadal. Væri vel, ef fleiri af okkar sterku skákmönnum gætu séð af hluta frítíma sínum, og miðlað ungu kyn- slóðinni af þekkingu sinni og reynslu á sviði skáklistarinnar. Halldór Sigurðsson. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.