Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1981, Page 4

Skinfaxi - 01.06.1981, Page 4
Þormóður Ásvaldsson, formaður HSÞ í ræðustól. FKÉITIIÍ AF ÞLVOIM HSÞ 68. ársþing HSÞ var haldið í barnaskóla Bárðdæla sunnudag- inn 5. apríl í boði Umf. Einingar- innar. Þingforsetar voru Jónas Sig- urðsson, Lundarbrekku og Tryggvd Óskarsson, Þverá og þingritarar Svanhildur Her- mannsdóttir og Hinrik Arni Bóas- son. Gestir þingsins voru Sigurð- ur Geirdal framkv.stjóri UMFÍ og Jón Ármann Héðinsson stjórn- armaður ISI og úr héraði Þórður Jónsson Laufahlíð. I skýrslu stjórnar sem formaður HSÞ Þormóður Ástvaldsson, ílutti kom fram að ýmislegt var gert á vegum sambandsins á síð- asta ári og skal hér minnst á það helsta: 1. íþróttastarfíð var að sönnu langstærsta verkefni HSÞ. Haldin voru héraðsmót í eftir- töldum greinum: Frjálsum íþróttum, knattspyrnu, blaki, skák, bridge, borðtennis, glímu og sundi. Samtals mun keppni hafa farið fram í um það bil 50 daga á árinu, sem mun vera heldur með meira móti og þátttaka var oftast góð. Auk þessara móta fóru keppendur á fjölmörg mót sem haldin voru utan héraðs í ýms- um íþróttagreinum. Þar bar hæst þátttaka í Íþróttahátíð ÍSÍ 1980. 2. Frjálsíþróttaþjálfari var ráð- inn s.l. sumar Vigfús Helga- son. Sá hann um þjálfun hér- aðsliðsins, en auk þess fór hann út í félögin og þjálfaði þar. 3. Sumarbúðir fyrir unglinga voru starfræktar að Laugum undir stjórn Haraldar Þórar- inssonar. 4. HSÞ hefur hin síðari ár verið að endurbyggja Laugavöll. Er þar mikil og fjárfrek fram- kvæmd. Var á síðasta ári stigið stærra skref en áður í þeirri framkvæmd og unnið fyrir 24 millj. g.kr. Það er álit margra að það sé ekki í verkahring hér- aðssambanda að byggja upp dýr íþróttamannvirki heldur ríkis og sveitarfélaga. Héraðs- samböndin eigi frekar að verja sínum peningum í að efla sitt starf og reyna á þann hátt að nýta scm bcst þessi mannvirki. Fulltrúar Umf. Geisla á þingi HSÞ. T.f.v.: ívar Ketilsson, Guðný Gests- dóttir, Halldór Skarphéðinsson, Hanna Guðnadóttir og Eysteinn Hall- grímsson. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.