Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1981, Side 18

Skinfaxi - 01.06.1981, Side 18
íð skuluni inna næsia mói Sigurvegarar ó Landsmótum UMFÍ Senn líður að Landsmóti og héraðssamböndin standa nú í ströngu við undirbúning. Allt þeirra starf miðast við hann enda kappkosta þau að þátttaka þeirra verði sem glæsilegust á þessu stærsta íþrótta— og æskulýðsmóti sem haldið er hérlendis. Að sjálf'- sögðu dreymir flest samböndin um að vinna Landsmótið en ef við lítum á lista yfir sigurvegara á Landsmótum UMFI, eftir að þau voru endurvakin, sést að það eru fá sambönd er geta státað af því að hafa sigrað. Haukadal 1940 UMSK Hvanneyri 1943 UÍA Laugum 1946 HSÞ Hveragerði 1949 HSK Eiðum 1952 HSK Akureyri 1955 HSK Þingvöllum 1957 HSK Laugum 1961 HSK Laugarvatni 1965 HSK Eiðum 1968 HSK Sauðárkróki 1971 HSK Akranesi 1975 UMSK Selfossi 1978 HSK Akureyri 1981 P Á þessari upptalningu sést að HSK hefur sigrað æði oft enda kannski ekki f'urða þar sem það hefur verið stærst héraðssam- banda innan UMFI um áraraðir. Árið 1975 gerist það að UMSK GÖNGUDAGUR FJÖLSKVLDUNNAR UMFÍ GÖNGUDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR Er blaðið kemur út er göngudagurinn um garð genginn. Búist er við mikilli þátttöku um land allt þar sem þetta er í annað sinn sem gengið er, en í fyrra tókst dagurinn mjög vel. Ætlunin er að gera göngudeginum skil síðar í Skinfaxa, því eru þau félög er gengu hvött til að senda myndir og skýrslur um þær sem allra fyrst til UMFÍ. stoppar sigurgöngu HSK sem hafði þá unnið Landsmótin 8 sinnum í röð. Kjalnesingar urðu að sjálfsögðu hinir ánægðustu (og rúmlega það að sumum fannst), varð þá m.a. þessi vísa til er Sig- urður Gcirdal samdi. Kjalnesinga kappa lið, kom í hóp á Landsmótið. SkalJ á heinum Skarphébinn, skeljdist allur lýðurinn. En Jóhannes Sigmundsson var ekki lengi að svara fyrir Skarphéð- insmenn. Ekki vantar ojlátið, þeir unnu að vísu Landamólið. En Skarphéðinn ei skeljdist hót, við skulum vinna mzsta mót. Og svo sannarlega stóðu þeir við það á Selfossi. Að öllum ólöst- uðum verður að segjast eins og er að þeir eru mjög sigurstranglegir á Landsmótinu r háð verður í sumar. Það sem gerir gæfumun- inn hjá HSK er hið sterka sundlið þeirra en þar hafa þeir verið í al- gjörum sérflokki á Landsmótum. Annars er mjög erfltt að spá um röð sambandsaðila á Landsmót- inu. Til þess að lesendur Skinfaxa geti fengið einhverja hugmynd um röð sambanda höfum viðfeng- ið aðila til að spá um úrslit í frjáls- íþróttum en þar verður keppni einna jöfnust ef að líkum lætur. Spá þessi er á öðrum stað í blað- inu. I öðrum greinum liggja úr- slitin mun ljósar fyrir nema þá kannski í starfsíþr. en mjög erfitt er að vera með nokkra spádóma í sambandi við þá keppni. Yfir höfuð cr kannski algjör vit- leysa að vera með nokkra spá- dóma, enda hér meira gert til gamans, skemmtilegast er að mæta á mótið sjálft og fylgjast með öllu því sein þar fer frant. Sem betur fer er ekki aðalatriðið að sigra heldur fyrst og fremst að vera með. Fjölmennum á 17. Landamót UMFÍ á Akureyri. S.P. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.