Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1981, Page 28

Skinfaxi - 01.06.1981, Page 28
Formaður félagsins Hrólfur Ölvis- son þakkar hlýjar kveðjur og gjafir sem félaginu bárust. Ritnefnd afmælisblaðsins: Jónas Jónsson, Gerður Óskarsdóttir, Þórhall- ur Steinsson, Guðbjöm Jónsson ritstjóri og Trausti Runólfsson. Umf. Asahrepps varð 70 ára 21. jan. í tilefni af því var haldið veglegt hófí félagsheimili félagsins Ásgarði 2. maí sl. Fjölmenni var mikið og komu þarna ungir og aldnir félagar, einnig margir burtfluttir félagar. Á dagskrá var meðal annars söngur, kaffidrykkja, ávörp, afmælislag Umf. Ásahrepps, höf: Tryggvi Sveinbjörnsson, leikþáttur og að lokum var dansað fram eftir nóttu. I hófinu voru þrír gestir gerðir að heiðursfélögum, þau Valgerður H. Guðmunds- dóttir, sem var ritari félagsins í 50 ár, Guðni Guðmundsson og Haukur Guðjónsson. Veislustjóri var Olafur H. Guðmundsson Hellatúni. Félagið lét hanna fyrir sig félagsmerki þar sem félagið hefur aldei átt neitt félagsmerki, hönnuður þess er Orn Guðnason. Núverandi stjórn félagsins skipa: Hrólfur Ölvisson for- maður, Sigþór Jónsson gjaldkeri og Steinunn Hannesdóttir ritari. Umý. Ásahrepps 70 ára Þ^u vom gerð að heiðursfélögum: Val- gerður Guðmundsdóttir, Guðni Guð- mundsson og Haukur Guðjónsson. Aý útgáýustarji Umf. Ásahrepps heldur á þessu ári upp á 70 ára afmæli sitt en félagið v^r stofnað 21. janúar 1911. I þessu tilefni hefur félagið gefið út afmælisblað er ber nafnið Ylir. Blaðið er 48 síður, prýtt fjölda mynda og hið vandaðasta í alla staði. Efni er fjölbreytilegt og sem dæmi má nefna ýmis viðtöl, m.a. við Pálma Gíslason formann UMFI. Pættir úr lífssögu Umf. Ásahrepps í 70 ár, forvitnilegar greinar úr gömlum tölublöðum af Yli og margt fleira. Auk þess er kynnt fyrir lesendum merki félagsins sem nýlega var lokið við að hanna. I ritnefnd eru: Guðbjörn Jónsson, Gerður Oskarsdóttir, Jónas Jónsson, Trausti Runólfsson og Pórhallur Steinsson. Skinfaxi óskar Umf. Ásahrepps til hamingju með af- mælið. S.P. 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.