Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1986, Page 4

Skinfaxi - 01.06.1986, Page 4
“Þurfum afreksfólk Spjallað við Pálma Jónsson alþingismann Texti og myndir: Guðmundur Gíslason Einn affremstu afreksmönnum USAH í frjálsum íþróttum í geetnum árin, er Pálmi Jónsson aIþingismaður frá Akri. Palmi setti mörg héraðsmet á sínum íþróttaferli, og var það síðasta slegið ífyrra, en það var met hans í 1500 m. hlaupi sem var 4:18, 3 mín. sett 1955. Pálmi var svo í svejt USAH er vann 1000 m. boðhlaupið á Landsmóti UMFÍ á Þing- völlum 1957. Til að fræðast nánar um íþróttaferil hans og annað, heimsótti undirritaður hann að Akri fyrir skömmu. Hvenær færðu fyrst úhuga á íþróttum? - Eg fékk áhuga á íþróttum þegar ég var á unglingsaldri, og lagði mig tölu- vert fram við að fylgjast með þeim. Segja má að ég hafi gert það nokkuð alla stund síðan. Var það eingöngu bundið við að fylgjast með, ekki iðka þær sjálfur? - Já í fyrstu. En svo slæddist ég til að taka þátt í keppni á héraðsmóti, þá nýorðinn tvítugur. Mér heppnaðist að sigra í tveimur greinum, þrístökki og 400 m. hlaupi. Árangurinn var nú ekki merkilegur, en þá áttum við ekki mjög sterkt íþróttalið hér heima fyrir. Þetta fór þó batnandi og á 6. áratugnum áttum við allmarga liðtæka íþrótta- menn, sem oft stóðu sig vel í keppni. Svo hefur raunar verið oftast síðan. Gekkstu þá snemma í ungmennafélag? - Eg gekk í Umf. Hvöt á Biönduósi um það leyti sem ég byrjaði að keppa um 1950 og starfaði ýmist með því eða Umf. Húnum hér í sveitinni. I hvaða greinum kepptirðu helst? - Það var nær eingöngu í hlaupum og stökkum, þó aldrei í stangarstökki. Vafalaust hentuðu millivegalengdahlaup mér best. Ég vann t.d. aldrei 100 m. hlaup á héraðsmóti eða í héraðskeppni. “Kepptum á túnum” Hvernig var aðstaðan og aðbúnaðurinn? - Hún var nú ekki góð. Við kepptum mest á túnum, sem vom misjafnlega slétt og misjafnlega föst undir fæti. Þá var heldur ekki um að ræða jafn reglubundnar og markvissar æfingar og nú tíðkast. Við höfðum að vísu stundum íþrótttikennara sem leiðbeindu okkur stuttan tíma og sáu um fram- kvæntd móta, en okkur sem áttum heima í sveit þótti gott að geta æft í tvær til þrjár vikur fyrir keppni, t.d. landsmót. Að öðru leyti urðum við að byggja á þeirri undirstöðu sem fengin vttr við daglega hreyfingu og daglega vinnu. Árangurinn varð auðvitað í samræmi við þetta. Þó sigraði t.d. Hörður Lárusson, nú deildarstjóri í Menntamálaráðuneytinu í 100 m. hlaupi á Landsmóti UMFÍ á Akureyri 1955, en hann hljóp best á 11,2 sek. og Guðlaug Steingrímsdóttir, nú húsfreyja á Skriðulandi í Langadal, var í fremstu röð á landinu á árunum í kringum 1960, sum árin í 1. sæti á af- rekaskrá í 100 m. hlaupi og langstökki. Varstu lengi í iþróttum? - Já, ég ntun hafa tekið þátt í keppni í fullan áratug. Eru einhver mót þér sérstaklega minnisstæð ? Þau eru nú minnisstæðari mótin þegar við fórum saman í hóp til keppni, t.d. á landsmót eða héraðskeppni. Félagsskapurinn, samkenndin og vináttan sem yfirleitt myndast í slíkum ferðum er afar mikils virði og gleymist ekki. Eru einhverjir mótherjar þér minnisstæðir? - Því er nú erfitt að svara. Auðvitað eru þeir minnisstæðir félagar mínir og keppinautar hér heima fyrir. Fjöimörgum öðrum man ég að sjálf- sögðu vei eftir, t.d. hörðustu keppi- nautum mínum á iokaspretti 1000 m. boðiil. á landsmótinu á Þingvölium, þeiin Ólafi Unnsteinssyni HSK og Rafni Sigurðssyni UIA. livenær byrjarðu svo að starfa að félagsmálum? Það hófst í ungmennafélögunum, eins og hjá mörgum öðrum. Ég var um Skinfcixi 3. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.