Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 12
[| "Blessaður farðu
í úlpu"
var t.d. einu sinni að við í Víking
vorum að fara út í keppnisferð að ég
lenti við hliðina á Óla Einars sem lék
þá með Víking. Hann var í mikilli
mokkaúlpu og segir allt í einu við mig
er við erum komnir í loftið "Siggi
blessaður farðu í úlpu, það er alveg
ófært að þvælast úlpulaus í 4-5 daga í
björgunarbátnum eftir að flugvélin
ferst". Þetta minnkaði nú ekki
flughræðslu mína, og var ég mjög
feginn er við lentum, en Óli átti til
svona glens og var alltaf mjög gaman
að honum.
Hvemig fannst þér staðið að
undirbúningi fyrir HM?
- Eins vel og hægt var þegar tillit er
tekið til kringumstæðna, margir
leikmenn voru erlendis og gátu verið
takmarkað með í undirbúningnum hér
heima. Og árangurinn var glæsilegur að
mínu mati, þó fannst mér að ég sjálfur
hefði getað verið betri, en ég átti í smá
meiðslum rétt fyrir keppnina og var
ekki alveg búinn að ná mér er hún
hófst.
Hvemig leið ykkur eftir leikinn við
Suður Kóreu?
- Okkur leið nú ekkert sérstaklega vel,
ég væri að Ijúga ef ég segði annað. En
persónulega var ég ekkert hræddur við
þetta, en auðvitað urðum við nokkuð
skelkaðir eftir þennan leik. Því
íslendingar eru það kröfuharðir þegar
keppt er við aðrar þjóðir, en það gladdi
okkur mikið að fá allan þennan fjölda
skeyta sem við fengum eftir leikinn.
Þar sem við vorum hvattir til dáða og
stappað í okkur stálinu þrátt fyrir
þennan ósigur. Þannig að við fundum
mikinn stuðning að heiman, og vil ég
persónulega þakka öllum þeim er
studdu olckur þá og áður fyrir stuðn-
inginn.
Hvemig hefurþérlíkað við Bogdan sem
þjálfara?
- Mér hefur líkað ágætlega við hann
þrátt við að hann sé harður og noti nú
stundum brútal aðferðir við þjálfunina.
Hann er mjög fær á sínu sviði og þá
sérstaklega í öllu leikskipulagi og
skipulagningu í leikjum og leikað-
ferðum, og ég hef ekki kynnst neinum
betri á þessu sviði.
W'Siggi Siggi!!"
Kanntu ekki einhverja skemmtilega
sögu um hann eða atvik kringum hann?
Hann er mjög skemmtilegur og
litríkur persónuleiki, t.d. heldur hann
mjög fast utan um aurana sína. Það var
t.d. einu sinni er við vorum í Los
Angeles að hann bað mig að koma með
sér til að kaupa ljósmyndavél, en hann
var búinn að spekulera mikið í verði á
þeirri vél er hann hafði áhuga á. Og
hafði skoðað þessa vél á öllum stöðum
er hann hafði komið til, og fórum við
niður í bæ og hann kaupir vélina. Þegar
við förum svo inní rútu stuttu seinna
sest hann fremst en ég aftast, og fer
hann að taka myndavélina úr
pakkanum. Allt í einu heyri ég öskrað
"Siggi Siggi!!" og svo kemur karlinn
stormandi afturí til mín með látum og
segir; (Er machen finta gegen mir!!!!)
þ.e. "Hann hefur svindlað á mér kallinn
í búðinni, það vantar linsuna á vélina".
En vélin var linsulaus og hélt karlinn
að hann hefði verið svikinn, en
linsan var í pakka inn í kassanum sem
vélin var í.
Jæja Siggi! Segðu mér að lokum,
ætíarðu að spila eitthvað með Austra
núna í fríinu?
- Nei ætli það. Við verðum hér fyrir
austan fram í ágúst eða þangað til við
förum út. Og ætli maður reyni nú ekki
bara að hvíla sig á öllu íþróttabrölti í
sumar.
Að þessum orðum töluðum
slógum við botninn íþettn stutta
samtal okkar, og Sigurðurþaut út
í sólina og góða veðrið sem
herjaði austfirði þennan dag.
Guðmundur Gíslason
Mörg sambönd og félög innan
UMFÍ gefa út sitt eigið fréttabréf
með fréttum af starfinu ásamt
ýmsu öðru. Er þessi þáttur í
starfi sambandanna mjög mikil-
vægur, því það er bráðnauðsyn-
legt að koma fréttum af starfinu á
framfæri til félagsmanna og svo
til fjölmiðla, sveitarstjórnarmanna
og annarra er vilja fylgjast með
starfseminni. En því miður hefur
verið nokkur misbrestur á út-
komu þessara fréttabréfa hjá
mörgum samböndum, og hefur
liðið langur tími á milli bréfa, allt
upp í halft ár. Þetta er mjög
bagalegt því það á að vera lítið
verk að koma út fréttabréfi
reglulega. Það þarf ekki að vera
að prenta þessi fréttabréf, því
þau gera alveg sama gagn þó þau
séu fjölrituð eða ljósrituð. En nú
til dags hafa allir aðstöðu til að
komast í ljósritara eða fjölritara,
og er það alveg nægilegur tækja-
kostur til að gefa út fréttabréf. Oft
heyrist að það sé bara enginn tfmi
til að gefa út féttabréf, en það er
mjög erfitt að trúa því þar sem
þetta ætti ekki að vera nema
svona um dagsverk í mesta lagi.
Því er það öruggt að margir mikla
þetta verk fyrir sér og koma sér
þar afleiðandi ekki í það. En
hvað um það, nú er kominn tími
til að hrista af sér slenið og gera
þennan þátt í starfinu sem virk-
astan og öflugastan. Það þarf
ekki að vera einhvert stórverkefni
í gangi til að gefa út fréttabréf,
það má alltaf finna fréttir bæði
stórar og smáar til að segja frá.
G.G.
12
Skinfaxi 3. tbl. 1986