Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1986, Qupperneq 15

Skinfaxi - 01.06.1986, Qupperneq 15
Framkvæmdastjóranámskeið UMFÍ Hið árlega vomámskeið fyrir starfs- menn hreyfingarinnar var haldið 6.-8. júní að Varmalandi í Borgarfirði. Að venju var farið yfir helstu atriði í starfi framkvæmdastjórans, helstu verkefni framundan, kynningar og útgáfustarf- semi ofl. Námskeiðin hafa oftast einhvern aðal áherslupunkt eftir því hvaða verkefni eru framundan hjá hreyfingunni í heild og hvar á sérstak- lega að efla starfið. Að þessu sinni var starfræksla ung- mennabúða eitt af þeim verkefnum sem við vildum sérstaklega efla, og var því góðum tíma varið til að ræða þau mál og miðla upplýsingum milli sambanda. Á vegum ungmennafélagshreyfingar- innar voru reknar 7 slíkar búðir s.l. sumar, en útlit er fyrir að sumarið í sumar slái öll fyrri met á þessum vettvangi þar sem 12 sambönd munu standa að ungmennabúðum á 10 stöðum, en þrjú sambönd eru saman um ungmennabúðir í Reykjaskóla í Hrútafirði. Þetta er ánægjuleg þróun og mjög í anda þess uppeldisstarfs sem við viljum vinna. Starfsmenn UMFÍ gáfu stutta skýrslu um starfsþætti eins og skýrslugerð, Göngudag fjölskyldunnar, Þrastaskóg, Skinfaxa og erlend samskipti sumars- ins. Þá var að vanda sérstaklega farið í innkaup sumarsins og skiptust menn á upplýsingum og reynslu varðandi verð, gæði og hvar hitt og þetta væri fáanlegt. Þá eru jafnan upplýsingar um vörur og verð frá ýmsum þeim sem við höfum mest viðskipti við, til staðar á þessum námskeiðum. Þá var 19. Lands- mót UMFÍ og undirbúningur þess á dagskrá, fjáröflun sambandanna og margt fleira. Einn aðalkostur þessara námskeiða er sá, að þarna hittast og kynnast starfs- menn hreyfingarinnar, svo það verður auðveldara fyrir þá að leita hvor til annars varðandi störfin í sumar, nýjir starfsmenn komast strax inn í hópinn og kynnast Starfsfólki UMFÍ. Menn læra hver af öðrum og skiptast á skoðunum og reynslu. Þá er jafnan fléttað inn í dagskránna léttara efni, einkum íþróttum, enda var frábær aðstaða á Varmalandi, salur, sundlaug og íþróttavöllur. Harðsnúin keppnislið verða til á staðnum og ekki óalgengt að nýjar efnilegar íþróttastjörnur uppgöt- vist, t.d. vakti frammistaða formanns HVÍ við markvörslu mikla athygli. Hann sést raunar á mynd sem fylgir þessum pistli þar sem hann undirbýr sig undir að grípa inn í homspyrnu með úthlaupi á réttu augnabliki. Dómgæsla þótti að vísu heldur léleg í úrslitaleik knattspyrn- unnar, og má því segja að lið Harðar S. Óskarssonar hafi unnið frækilegan sigur þótt markatalan væri 2-2 í úrslita- leiknum, enda var lið hans skipað gamal reyndum harðjöxlum eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Alls vom þátttakendur á námskeiðinu um 20 talsins, frá 10 héraðssambönd- um, en það er alltaf mjög bagalegt þegar marga vantar í hópinn, ekki bara fyrir þá sem missa af námskeiðinu, heldur einnig hina. Við þurfum á þeim að halda til að miðla af reynslu sinni og segja frá hugmyndum og starfi á sínu svæði. Aðstaðan á Varmalandi var frábær og viðurgjörningur allur Þóri Jónssyni gjaldkera UMFÍ og þeim borgfirðingum eru færðar bestu þakkir fyrir aðstoð við undirbúning og framkvæmd námskeiðs- ins. Sigurður Geirdal Skinfaxi 3. tbl. 1986 15

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.