Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 16
Enginn efast um að Karpov og Kasparov séu sterkustu skákmenn heims um þessar mundir og kannski þeir snjöllustu nokkru sinni að Fischer einum undanskildum. Framganga Fischers á sínum tíma var þó með nokkuð öðru sniði en sovésku skák- meistaranna. Einn og óstuddur gekk hann í gegnum hverja eldraunina á fætur annarri en K-in tvö hafa um sig vaska sveit aðstoðarmanna og hjálparkokka, sem brugga banaráð í eldhúsinu allan sólarhringinn. Á alþjóðlega skákmódnu í Helsinki í byrjun júní tefldu tveir sovéskir stórmeistarar, sem eru í fremstu víglínu aðstoðarmannasveitarKasparovs,heims- meistara. Þetta eru Joszif Dorfman og Gennadi Timóshenkó og þeim fannst vitanlega kærkomin tilbreyting að fá að tefla sjálfir eftir margra ára rann- sóknarstarf í þágu heimsmeistarans. Dorfman hafði ekki teflt á skákmóti utan síns heimalands í þrjú ár en Timóshenkó læddist reyndar á skákmót í Baden-Baden í fyrra, enda kom í ljós í Helsinki að hann var í betri æfingu. Strax að lokinni Helsinkiförinni beið heimsmeistarinn þeirra félaga í Bakú, heimaborg sinni og þar skyldi tekið til við rannsóknir, du stundir á dag, að sögn Dorfmans, sem annars lét ýmis- legt flakka um erfitt starf sitt og aðferðir þeirra við undirbúninginn. Dorfman sagði m.a. að er stórmeistar- inn Sveshnikov bættist í aðstoðar- mannalið óvinarins (Karpovs) hefði Kasparov strax gert viðhlítandi varúðarráðstafanir. Sveshnikov þykir sérfræðingur í einu afbrigði Sikileyjar- varnarinnar, sem kennt er við c3-reitinn (1. e4 c5 2. c3). Kasparov óttaðist að hann myndi leiða Karpov í allan sannleika þessa afbrigðis og því skipaði hann Dorfman að rannsaka afbrigðið í mánuð! Dorfman varð því manna ánægðastur er Finninn Valkesalmi beitti því gegn honum á mótínu í Helsinki - og vann skjótan sigur. Sá er þetta ritar mun minnast mótsins í Helsinki með ánægju um ókomin ár, því að er upp var staðið hafði það áunnist sem stefnt var að - stórmeist- araáfangi. Ég tapaði í fyrstu umferð fyrir Tisdall, sem ber nafnbótina "alþjóðlegur meistari" með rentu (írskur faðir, japörtsk móðir, fæddur í Bandaríkjunum, bjó ár íEnglandi og er nú sestur að í Noregi). Síðan jafntefli við Finnann Yijöla, þannig að útlitið var ekki fagurt. En mér tókst að vinna sex skákir í röð og eftir æsispennandi úrslitaskák við danska stórmeistarann Curt Hansen í síðustu umferð var stórmeistaraáfangi í höfn og deilt efsta sæti með Timoshenko. Ég býst við að skák mín við sænska alþjóðameistarann Michael Wieden- keller hafi verið mín besta á mótínu, þó að lokaskákin við Curt sé mér eflaust hugleiknari. Svíinn, sem hafði hvítt, lék "eðlilega" leiki lengi fram eftír tafli en áður en hann vissi af hafði hann ratað í ógöngur. "Hvar lék ég af mér?' spurði hann mig eftir skákina, en ég gat engin svör gefið. Dularfull skák, eða er afbrigðið sem hvítur teflir einfaldlega slæmt? Hvftt: Michael Wiedenkeller Svart: Jón L. Ámason Enskur leikur 1. c4 e5 2. Rc3 d6 3. d4 exd4 4. Dxd4 Svona hefur verið talið best að tefla fyrir hvítan í mörg ár og leika eftir 4. - Rc6, 5. Dd2 ásamt b2-b3 og Bb2. Hvítur tapar leik með drotmingunni en talið er að það komi ekki að sök. 4. - Rf6! 5. b3 Eftir 5. g3 Rc6 6. Dd2 Be6 7. Rd5 (ef 7. b3 þá d5!) Re5 8. b3 Re4 9. Dd4 Rc5 10. Bb2 c6 11. Rf4 Rg4! 12. Dd4 Re4!! vann svartur en þannig tefldist fyrsta einvígisskák Húbners og Kasparovs í fyrra - sjá Skinfaxa 3. tbl. 1985 5. - g6 6. Bb2 Bg7 7. g3 0-0 8. Bg2 He8 9. Dd2 Rbd7! Þar kemur í ljós hvers vegna svartur stuggaði ekki við drottningunni með riddaranum. Hann stendur mun betur á c5 þar sem hann hefur augastað á e4- reimum og styður við framrás a- peðisins. Hugmyndina má rekja til tékkneska stórmeistarans Smejkals, sem tefldi þannig gegn Miles á skákmóti í Þýskalandi í fyrra. Miles lék 10. Rf3 en eftír 10. - Rc5 11. 0-0 a5 12. Hadl a4 13. Rd4 axb3 14. axb3 c6 15. Dc2 Db6 mátti svartur vel við una. 10. Rh3 Rc5 11. 0-0 a5 12. Hadl a4 13. b4 Rce4 14. Rxe4 Rxe4 15. Dc2 Bxb2 16. Dxb2 a3! 17. Db3 Bxh3 18. Bxh3 18. - Df6! Skyndilega rennur upp fyrir hvítum ljós: Á drottningarvængnum er hann berskjaldaður og fær ekki varist innrás svörtu mannanna. Svartur hótar Re4-c3 og Df6-b2. Riddarinn er mun sterkari í þessari stöðu en hvíti biskupinn, sem grípur í tómt og nær ekki að blanda sér í baráttuna drottningarmegin. 19. Hd3 Db2 20. Hel Svartur hótaði 20. - Dxe2 og einnig 20. - Dxb3 21. Hxb3 (21. axb3 gæfi svörtum ógnandi frelsingja) Rd2 með skiptamunsvinningi. 20. - c5! 21. f3(?) Leiðir beint til taps. Nánast þvingað er 21. b5 en þá hafði ég undirbúið framhaldið 21. - d5! 22. cxd5 Rd6! og hótanirnar 23. - c4 og 23. - Hxe2 eru afar sterkar. Sem fyrr er hvíti biskupinn algjör ónytjungur. Skinfaxi 3. tbl. 1986 16

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.