Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 17
21. - Dxb3! 22. Hxb3
Eða 22. axb3 Rg5 og síðan 23. - cxb4
með vinningsstöðu.
22. - Rd2 23. Hd3
Eða 23. Hc3 cxb4 o. s. frv.
23. - Rxc4 24. Hc3 Rb2! 25.
bxc5 dxc5 26. Hb3
Ef 26. Hxc5? þá 26. - Rd3! og vinnur
skiptamun.
26. - He7 27. e4 c4 28. Hb5
c3 29. Hcl Hc7 30. Hc2 Rdl
31. Hb3 Hd8 32. Bfl Hd2 33.
Hcl
Nú væri 33. - c2? bráðráðið vegna 34.
Hd3! og frelsinginn framsækni er
dauðans matur. Svartur leggur út
síðasta trompið.
8
7
6
5
4
3
2
1
abcdefgh
33. - Hxa2! 34. Hxdl c2 35.
Hcl Hb2 36. Hb5
Svartur vinnur létt eftir 36. Hxa3 Hbl
37. Hal Hxal 38. Hxal cl=D 39.
Hxcl Hxcl o. s. frv.
36. - Hxb5 37. Bxb5 a2 38.
Kf2 Hc3(!)
Einnig hefði 38. - al=D unnið taflið
létt en textaleikurinn er fljótvirkari.
39. Ke2 Hb3 40. Kd2 Hxb5
Næst leikur svartur 40. - Hbl sem
vitanlega var einnig mögulegt í síðasta
leik. En hvítur á enga björgun: Ef 41.
Kxc2, þá 41. - Hc5+ og vinnur. Hvítur
gafst upp.
Ætlum að fjölmenna á næsta landsmót
Helgi Þór Helgason framkvst. USAH
Það var í mörgu að snúast á skrifstofu
USAH þegar ritstjóri Skinfaxa leit þar
við fyrir stuttu. Framkvæmdastjórinn
Helgi Þór Helgason sem er nú sitt
þriðja sumar í starfinu hafði mikið að
gera. Þó gaf Helgi sér tíma til að segja
mér stuttlega frá starfinu í sumar.
Frjálsar íþróttir eru í miklum uppgangi
og eru tveir þjálfarar fyrir utan Helga,
það eru þau Þórhalla Guðbjartsdóttir og
Indriði Jósafatsson íþróttakennarar.
USAH stefnir á góðan áranur í 2. deild
FRÍ sem verður á Egilsstöðum í sumar.
Þá sagði Helgi að markið væri sett á
mikla þátttöku á Landsmót UMFÍ
1987. Verið er að byggja völl hjá Umf.
Vorboðanum og byrjað hefur verið á
velli hjá Umf. Geisla, og er mikil
gróska hjá ungmennafélögunum á
svæðinu. A-stigs námskeið FRÍ var
haldið á Blönduósi 27.-29. júní s.l. og
var þátttaka mjög góð. USAH tekur
einnig þátt í mörgum mótum í sundi.
Þegar hér var komið var ekki hægt að
trufla Helga lengur því það var að byrja
fundur sem hann átti eftir að undirbúa.
íþróttanefndar-
fundur
hjá
USAH
Það var góð mæting á fund hjá
íþróttanefnd USAH eitt kvöldið í
byrjun júlí, þar sem átti að skrá í
unglingamótið í frjálsum íþrótt-
um. Voru allir nefndarmenn
mættir þó ekki kæmust þeir á
meðfylgjandi mynd, enda
vörpulegustu menn. Þetta er eitt
dæmið um mikla grósku í starfi
USAH um þessar mundir og
áhuga manna fyrir starfinu.
Skinfaxi 3. tbl. 1986
17