Skinfaxi - 01.06.1986, Page 19
Sumarhátíð UÍ A
Texti og myndir: Guðmundur Gíslason
Sumarhátíð UÍA 1986 var haldin dagana
11.-13. júlí að Eiðum eins og venju-
lega. Þessi hátíð er orðin fastur liður í
starfi UÍA og einn sá glæsilegasti. Á
þessari hátíð var margt á dagskrá eins
og keppni í frjálsum íþróttum og urðu
úrslit þar eins og hér segir:
14 ára og yngri
1. Höttur 255 stig
2. Huginn 162 —
3. Súlan 140 -
15 ára og eldri
1. Höttur 292 stig
2. Súlan 207
3. Leiknir 88
4. Austri 73,5 --
Þá var sú nýlunda að keppt var í
nokkrum greinum starfsíþrótta eins og
dráttarvélarakstri, lagt á borð,
starfshlaupi og línubeitningu. í línu-
beitningunni kepptu tvær stúlkur og
stóðu sig mjög vel ásamt ungum dreng
er keppti líka og gaf þeim eldri lítið
eftir. Setti þessi nýbreytni mjög
skemmtilegan svip á hátíðina og gaf
henni nteiri fjölbreytni. Yfirdómari í
frjálsfþróttakeppninni var Jón ívarsson
úr HSK.
Hátíðardagskáin hófst svo kl. 14.oo á
sunnudeginum með því að öll félögin
er tóku þátt í hátíðinni gengu fylktu
liði inná völlinn, hvert undir sínum
fána og röðuðu sér upp. Þá gengu
einnig inná völlinn knattspymulið frá
Færeyjum, íþróttafólk frá USÚ og
unglingalandsliðið í knattspyrnu, þessir
aðilar voru gestir UÍA á hátíðinni. Eftír
að liðin höfðu gengið út af vellinum
aftur bauð Adólf Guðmundsson form.
UÍA, gesti velkomna með stuttu ávarpi.
Eftir það rak hvert atriðið annað og má
þar nefna að Sigurður Geirdal fram-
kvæmdastjóri UMFÍ, heiðursgestur
hátíðarinnar flutti stutt ávarp, Bessi
Bjarnason og Ragnar Bjamason fluttu
skemmtiþátt. Og ekki má gleyma því
að sjálfur Bjössi bolla kom og skemmtí
yngri kynslóðinni og jafnvel þeim
eldri. Á milli atriða lék Lúðrasveit
Neskaupstaðar létt lög.
Það er óhætt að segja það að' þessi
hátíð hafi tekist miklum ágætum og er
UÍA til sóma og sýnir hið nrikla og
blómlega starf sem er innan UÍA. Og er
vonandi að ekki verði látið deigan síga
heldur sótt fram og reynt að fá fleiri til
starfa heldur en eru í dag, þótt þeir séu
margir.
Skinfaxi 3. tbl. 1986
19