Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1986, Page 20

Skinfaxi - 01.06.1986, Page 20
I ungmennabúðum UMSB Texti og myndir: Guðmundur Gíslason Fastur liður í sumarstarfi margra sambanda UMFÍ er rekstur ungmenna- búða fyrir böm og unglinga. Nú í ár eru nokkuð fleiri sambönd sem reka ungmennabúðir enn á síðasta sumri, í hópinn hafa bæst HSS, USVH og USAH sem reka ungmennabúðir á Reykjum við Hrútafjörð. Ritstjóri Skinfaxa fór í heimsókn í ungmenna- búðir UMSB sem voru að Varmalandi í byrjun júní og spjallaði þar við nokkra krakka og tók myndir. í búðunum voru um 55 krakkar á aldrinum 7-14 ára og skemmtu sér hið besta við iðkun íþrótta og kvöldvökur. En stór þáttur í dagskrá ungmennabúða eru íþróttir, og voru 4o þeirra sem voru í þessum búðum í ungmenna- og íþróttafélögum, þannig að þau hafa eflaust fundið margt við sitt hæfi að Varmalandi. Stjóm- endur búðanna voru þær Agnes Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirs- dóttir og Sólborg A. Pétursdóttir, og sögðu þær að þetta hefði gengið mjög vel þessa viku sem búðirnar hefðu staðið, og krakkamir unað sér vel, og ekki komið til neinna árekstra þó aldursmunur væri nokkur. Hér á eftir koma stutt viðtöl við nokkra krakka sem voru í búðunum. Edda Kristjánsdóttir 9 ára Er búið að vera gaman hérna? - Já alveg svakalega. Ætlarðu að fara aftur næsta sumar? - Jákannski. Hvað er búið að vera mest gaman? - Ég veit það ekki, jú það var gaman á kvöldvökunni í gærkvöldi. Hver er uppáhalds hljómsveitin þín? - Duran Duran og Rikshaw og svo finnst mér gaman að Eiríki Haukssyni í ICY. Svo held ég með FH og Liverpool, og uppáhalds íþróttamaður- inn minn er Kristján Arason. Dansaðirðu við strákana á diskótekinu í gær? - Nei! Afhverju ekki, voru þeir svona feimnir? - Nei, ég var svo feiminn. Fylgistu með íþróttum? - Já ég horfi alltaf á þær í sjónvarpinu. Komstu ein hingað ? - Nei, ég kom með vinkonu minni, og við vorum fjórar í herbergi. Svo voru strákarnir alltaf að reyna að komast inn til okkar með fíflalæti. Björgvin Guðbjartss. 11 ára. Ert þú í ungmenna- eða íþróttafélagi? - Já ég er í Umf. Dögun sem er í dölunum. Ertu eitthvað ííþróttum? - Já ég er í frjálsum, og það er mest gaman í langstökki. Er búið að vera gaman hérna? - Já voðagaman, og mest gaman í fótboltanum, en ég held með Fram og Liverpool í fótboltanum, og svo er Asgeir Sigurvinsson uppáhalds íþrótta- maðurinn minn. Fóruð þið ekki lfka ísund héma? - Jú, en það var ekki kennsla heldur bara verið að leika sér. Áttu uppáhalds lag? - Já, það er Tóti tölvukall. Fóruð þið snemma að sofa? - Já svona um kl. 11. Andrea Magnúsdóttir 8 ára. Ert þú í ungmenna- eða íþróttafélagi? - Já ég er í Umf. Stafholtstungna. Er búið að vera mjög gaman? - Já alveg ágætt. Finnstþér gaman ííþróttum? - Já! Mest gaman af fótbolta og ég held með Man. Utd. og UMSB. Hlustarðu mikið á tónlist? - Já og uppáhalds hljómsveitin mín er Stuðmenn og Duran Duran og líka Madonna og Eiríkur Hauksson. Horfirðu mikið á sjónvarp? - Já stundum, og mest á fótbolta. Áttu einhvem uppáhalds íþróttamann? - Já! Einar Vilhjálmsson Ætlarðu að koma hingað næsta sumar? - Já! Til gamans efndi Skinfaxi til skoðanakönnunar meðal krakk- anna í ungmennabúðunum um fþróttir og tónlist. Hér á eftir koma niðurstöðurnar úr þessari könnun, en alls tóku 54 þátt í henni af 55 sem voru í ungmenna- búðunum. Og eru niðurstöðurnar úr þessari könnun á næstu síðu. 20 Skinfaxi 3. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.