Skinfaxi - 01.06.1986, Blaðsíða 30
Æfingaferð til Fuglsö
Texti og myndir: Dóra Gunnarsdóttir
Dagana 30. maí til 10. júní dvöldust
um 20 íþrótamenn frá 10 samböndum
og félögum í æfingabúðum í Fuglsö í
Danmörku. Þetta íþróttafólk var á
aldrinum 17-21 árs og stundar eingöngu
frjálsar íþróttir, en aðstaðan í Fuglsö er
frábær í alla staði. Krakkarnir æfðu
tvisvar á dag, þannig að það má vænta
mikils af þeim nú í sumar, ef þau halda
æfingum áfram eftir heimkomuna sem
þau gera örugglega öll. Með hópnum í
þessari ferð voru sem þjálfarar þeir
Gunnar Sigurðsson UMSS og Helgi
Þór Helgason USAH sem æfði
kastarana. Að sögn krakkanna var sól
fyrstu dagana en síðan hvarf hún og í
staðinn kom dæmigert Reykjavíkur-
veður, hiti var þó sæmilegur allan
tímann og ekki síst í hinum sigurglöðu
dönum er fylgdust með sínum mönnum
í Mexíkó. Þessi ferð gekk í alla staði
vel og sluppu menn við öll meiðsli og
önnur óhöpp, því er það óskandi að
svona æfingaferðir verði oftar á dagskrá
fyrir sambönd og félög sem ekki hafa
bolmagn til að standa fyrir eigin ferðum
sjálf. Hópurinn setti upp nokkur mót í
Fuglsö fyrir sig auk þess sem hann
keppti á móti í Árósum, og fer helsti
árangur úr þessum mótum hér á eftir.
Aðalfararstjóri í Þessari ferð var Dóra
Gunnarsdóttir stjórnarmaður í UMFÍ
auk þeirra Helga Þórs og Gunnars.
Hér á eftir koma helstu úrslit í móti er
hópurinn tók þátt í sem haldið var í
Fuglsö.
Kringlukast konur
Jóna Petra Magnúsdóttir UÍA 35,34 m.
Guðbjörg Gylfadóttir USAH 33,46 m.
Spjótkast karla
Helgi Þór Helgason USAH 49,33 m.
Langstökk karlar
Friðrik Steinsson UMSS 6,32 m.
Hafsteinn Þórisson UMSB 6,25 m.
Hörður Gunnarsson HSH 5.95 m.
Langstökk konur
Halldóra Hafþórsdóttir UÍA 5.oo m.
Ólöf Haraldsdótdr UMFK 4,49 m.
Guðbjörg Guðbjartsd. UMFK 4,39 m.
Sólveig Ása Árnadóttir HSÞ 4,23 m.
200 m. hlaup karlar
Friðrik Steinsson UMSS 23, 7 sek.
Agnar B. Guðmundss. USAH 23.9 sek
Hörður Gunnarsson HSH 24,5 sek.
Ellert Finnbogason UDN 25, 8 sek.
Haukur Marínósson UNÞ 28.5 sek.
Hástökk konur
Lillý Viðarsdótdr UÍA 1,45 m.
Ólöf Haraldsdótdr UMFK 1,40 m.
800 m. hlaup karlar
Gunnlaugur Skúlas.USVH 2:18,1 mín.
Ellert Finnbogason UDN 2:21,7 mín.
110 m. grindahlaup karlar
Agnar B. Guðmundss. USAH 20,1 se.
Bjami Jónsson UMSS 19,9 sek.
100 m. grindahlaup konur
Ólöf Haraldsdótdr UMFK 20,1 sek.
Lillý Viðarsdótdr UÍA 20,6 sek.
100 m. hlaup konur
Sólveig Ása Árnadótdr HSÞ 13,8 sek.
Halldóra Hafþórsdótdr UÍA 14,2 sek.
Ólöf Haraldsdótdr UMFK 14,6 sek.
Guðbjörg Guðbjartsd. UMFK 14,7 sek.
100 m. hlaup karlar
Agnar B. Guðmundss. USAH 11,8 se.
Friðrik Steinss. UMSS 12,0 sek.
Bjarni Jónsson UMSS 12,1 sek.
Hörður Gunnarsson HSH 12,1 sek.
Spjótkast drengja
Guðmundur Ragnarss. USAH 41,82 m
Agnar B. Guðmundss USAH 40,28 m
Hörður Gunnarsson HSH 37,38 m.
Haukur Marínósson UNÞ 34,78 m.
4x100 m. boðhlaup drengir
Sveit UMFÍ (Agnar-Hörður
Guðmundur Friðrik) 46,6 sek.
4x100 m. boðhlaup stúlkur
Sveit UMFÍ (Guðbjörg Guðbjartsd,-
Ólöf-Halldóra-Sólveig) 55,5 sek.
400 m. hlaup karlar
Friðrik Steinsson UMSS 54,7 sek.
Agnar B. Guðmundss. USAH 54,8 sek
Ellert Finnbogason UDN 56,3 sek.
30
Skinfaxi 3. tbl. 1986