Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1986, Side 31

Skinfaxi - 01.06.1986, Side 31
400 m. hlaup konur Sólveig Ása Árnad. HSÞ 66,0 sek. Kristín H. Baldursd. USVH 72,3 sek. Kringlukast karla Helgi Þór Helgason USAH 48,50 m. Guðm. Ragnarss. USAH 30,62 m.(dr) Haukur Marínóss. UNÞ 25,80 m.(dr) 15oo m. hlaup konur Lillý Viðarsdóttir UÍA 5:17,3 mín. 1000 m. boðhlaup karlar Sveit UMFÍ (Hörður-Bjami-Agnar Friðrik) 2:07,6 mín. 1000 m. boðhlaup konur Sveit UMFÍ (Guðbjörg Guðbjartsd.- Ólöf - Sólveig-Lillý) 2:45,9 mín. Þrístökk karlar Gunnar Sigurðsson UMSS 13,68 m. Hörður Gunnarsson HSH 12,71 m. Hafsteinn Þórisson USAH 12,48 m. Þrístökk konur Ólöf Haraldsdóttir UMFK 10,10 m. Lillý Viðarsdóttir UÍA 10,01 m. Ofan greindir árangrar eru_ þeir helstu frá nokkrum mótum er hópurinn setti upp og tók þátt í. 90 ára afmæli NU Texti og myndir: Pálmi Gíslason Noregs Ungdomslag (NU) hélt upp á 90 ára afmæli sitt 27/6 - 30/6 s.l. á Fagranesi, 230 km. fyrir norðan Osló. Samhliða var haldið landsmót og ársþing. Undirritaður mætti á mótinu sem fulltrúi frá UMFÍ og NSU. Ástæða þess að UMFÍ sendi fulltrúa var að upphaf íslensku ungmennafélaganna má að mestu rekja til áhrifa frá norskum ungmennafélögum. Áður fyrr voru all nokkur samskipti milli N.U. og UMFÍ eða allt fram til 1946 og 1947. Fyrra árið mættu fulltrúar frá UMFÍ á 50 ára afmælishóf en seinna árið fór stór hópur í heimsókn til norsku ungmenna- félaganna. Síðustu 40 árin hafa sam- skiptin að mestu verið innan vébanda NSU. Jarðvegurinn var mjög svipaður í báðum löndum. Báðar þjóðirnar höfðu í margar aldir lotið yfirráðum erlendra þjóða. í báðum löndum var hafin barátta fyrir sjálfstæði. Norðmenn sóttu styrk í þær fornu sögur sem hér höfðu verið ritaðar. Þjóðernisvakning unga fólksins í Noregi og þáttur NU varð ungmennafélögum á íslandi fyrirmynd. Norskir ungmennafélagar eru nú um 37 þúsund (14 ára og eldri) í 796 félögum dreifðum um allt land. Þjóðernisbarátt- an er enn ofarlega á baugi t.d. er barist fyrir notkun nýnorsku og fyrir viðhaldi byggðar í strjálbýlli héruðum. Þjóð- dansar, leiklist, söngurog hljóðfæraleik- ur eru stærstu þættir í starfsemi NU. Á hátíðardagskrá fluttu fjölmargir gesúr NU heillaóskir og aflientu gjafir. UMFÍ hafði látið gera fallega klukku úr hrafn- tinnu og vakti hún mikla athygli.. Stór hópur leikara sýndi þætti úr 90 ára sögu NU. Var það mjög vel og skernm- tilega unnið. Frá morgni til kvölds voru sýndir þjóðdansar og leikhópar sýndu m.a. gömul norsk leikverk utan dyra í Byggðasafni Fagranes. Fyrir yngri kynslóðina var ýmislegt á boð- stólum s.s. götuleikhús þar sem slegið var á léttari strengi t.a.m. með flutningi á ævintýrum. Eitt kvöldið fór fram lokaþáttur spurningakeppni þar sem 3 lið kepptu 61 úrslita en undankeppni hafði farið fram heima í héruðum fyrr á árinu. Það var sérstætt að sjá stuðningsmenn hvetja sín lið bæði með hvatningar- hrópum og árituðum spjöldum. Á mótinu var kynnt nýútkoniin bók um félagsheimili ungmennafélaganna. Ritstjóri bókarinnar var Jan Klövstad sem mörgum íslendingum er að góðu kunnur. Þar kom m.a. frani að félagsheimili eru 283, þannig að 44% félaganna í Noregi eiga sitt eigið hús. Þeim hefur þó fækkað nokkuð, enda eru flest komin nokkuð 61 ára sinna, en rúmlega helmingur er frá því fyrir 1930. Það er óhætt að segja að allt hafi þarna farið vel fram og rnikil þátttaka var í öllum þáttum þessa rnikla móts. Pálmi Gíslason Skinfcixi 3. tbl. 1986 31

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.