Skinfaxi - 01.06.1986, Qupperneq 38
Hvaða fugl er þarna?
Hugleiðing um fugla fyrír göngufólk
Þorsteinn Einarsson
Ránfuglar
Menn hafa gefið þeim önnur nöfn,
vargfuglar og gripfuglar, þar sem þeir
eins og mennirnir drepa önnur dýr sér
til matar en þó haft slíkt dálæti á þeim,
að myndir þeirra skxeyta skjaldamerki
þjóða t.d. bandaríkjanna og eigi langt
síðan að fálkamynd var í íslenskum
fánadúk og skjaldarmerki. Enn þekkist
að sumar tegundir séu tamdar til veiða
og eru því í boði fyrir þær háar
upphæðir. Menn hafa gert sig að
ræningjum, vegna fjárvona og reynt að
verða sér úti um egg, unga og jafnvel
fullorðna fugla, svo að í stað kon-
unglegra fálkafangara eru að störfum
fálkaeftirlitsmenn. Fleira válegt eyðir
þessum fuglum en fálkaræningjar og
náttúruöflin. Lagt er út eitur, beitt er
skordýraeitrun við ýmsa ræktun. Hið
fyrrnefnda deyðir marga meðan hið
síðara safnast fyrir í líkömum fuglanna,
veiklar þá eða gerir ófrjóa. Menn skjóta
ránfugla sem meinvætti eða til
uppstoppunar til skrauts innanhúss.
Þeir eru engar meinvættir, sem ber að
útrýma, heldur eðlilegir lífsþættir í
náttúrunni.
Sameiginleg einkenni þessa ættbálks
fugla eru sterkir fætur með hvassar klær
og goggur krókboginn. Kvenfuglar eru
stærri.
Haföm (öm, assa, lodda).
Stórir fuglar; vænghaf 2 m. ; þyngd
kvenfugls 4-7 kg. en karlfugls 3-5 kg.
Hamur móbrúnn. Stél fleyglaga og
stutt. Á flugi handflugfjaðrir aðskildar.
Fullorðnir fuglar ljósari um höfuð og
háls, -jafnvel gráir. Stél hvítt. Goggur
og fætur gul. Ungfuglar dekkri og stél
dökkt. Varp í skerjum og hólmum,
klettadröngum í hraunum og á syllum í
björgum. Frá þeim berst stundum
ískrandi eða vælandi gá. Kynþroska á
sjötta ári og stél þá orðið hvítt. Veiðir
með að læsa klóm í bráðina. Var
næstum aldauða vegna úrlagningar
eiturs fyrir refi og um s.l. aldamót.
1939 álitið að stofninn væri 9 varppör
og 22 geldfuglar en hefur fjölgað frá
1960. Stofninn nú talinn rúmlega 100
fuglar. Örn var á síðastliðnu vori oft
séður í og við Reykjavík. Olli
umferðartöfum. Síðustu daga hefur örn
haldið sig í Heiðmörk.
Fálki (valur, haukur)
Fullorðnir fuglar gráir um bök, bringur
Ijósari með dökkum dílum, rætur gogga
og klær gular. Ungfuglar dekkri, rætur
gogga og klær bláleit.
Flækingar frá Grænlandi hvítir með
dökkar handflugfjaðrir.
Stofninn talinn vera nú um 200 fuglar.
Er alfriðaður frá 1940. Verpir í hömrum
og djúpum giljum. Oftast hljóðlátur en
við ákveðnar laingumstæður heyrist frá
honum hvellt væl.
Slær bráðina á flugi með fótunum;
beidr klóm.
Smyrill
Algengasti ísl. ránfuglinn og sá, sem er
að hluta farfugl og því þeirra, sem mest
verður fyrir áhrifum skordýraeiturs.
Ástæðan fyrir fækkun þeirra hin seinni
ár. Stofnstærð ókunn. Fullorðinn smyr-
ill kvenkyns brúnn að ofan en ljósari
um hliðar, bringu og kvið með dökkum
Skinfaxi 3. tbl. 1986
38