Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1986, Síða 3

Skinfaxi - 01.08.1986, Síða 3
Ágætu ungmennafélagar! Það er vissulega nokkrum vandkvæðum bundið að taka við starfiþví sem Sigurður Geirdal hefur sinnt í rúmlega 16 ár. Hefur félögum ungmennafélagshreyfingarinnar fjölgað á þessum tíma úr rúmum 9 þúsundum írúmlega 27 þúsund. Það eitt segir allnokkra sögu. Þó að Sigurður hætti starfi, veit ég að hann mun styðja okkur í framtíð- inni. Við hin verðum að halda göngunni áfram. Líta hátt, því að þó að einum tindi sé náð, birtast fleiri hærri, til þess að glíma við. Samfélagið breytist stöðugt, og ýmsar blikur eru á loftí. Við verðum að mæta nýjum aðstæðum, með breyttum fjáröflunum, skipulagi og nýjum vinnuaðferðum. Ekki er stöðugt hægt að auka þátttakenda fjöldann, en jafn mikilvægt er að virkja betur þá félaga sem nú eru í starfi. Um miðjan október mun öll aðstaða gjörbreytast, við flytjum úr Mjölnisholtinu, að Öldugötu 14. Með þessu stórbatnar öll aðstaða, bæði fyrir skrifstofu, svo og aðstaða fyrir gistíngu og fundarhalda. Við verðum stöðugtað reyna að bæta og auka starfssemiþjónustumiðstöðvarinnar. Allar ábendingar þar af lútandi eru vel þegnar. Munum að þjónustumiðstöðin er fyrir héraðssamböndin, félögin og hinn almenna félaga. Ég lít bjartsýnum augum fram á veginn og vonast eftír góðu samstarfi við alla ungmennafélaga. íslandi allt Siguður Þorsteinsson I blaðinu er meðal annars: "Gekk verst að passa Einar Bollason "___ Bikarkeppni FRÍ Temaseminar í Borgarfirði Ungmennavika íNoregi Ötgcfandi: Ungmcnnafélag íslands • Ritstjóri: Guðmundur Gíslason • Ábyrgðarmaður: Pálmi Gíslason • Sljóm UMFÍ: Pálmi Gíslason form. Þóroddur Jóhannsson varaform. Þórir Jónsson gjaldkcri, Bergur Torfason ritari, meðstjómendur: Dóra Gunnarsdóttir, Diðrik Uaraidsson, Guðmundur H. Sigurðsson • Afgrciðsla Skinfaxa: öldugata 14 Reykjavík sími: 91-14317 • Sctning og umbrot: Skrifstofa UMFÍ • Filmu og plötugcrð: Prentþjónustan hf. • Prentun: Prcntsmiðjan Rún sf. Allar grcinar cr birtast undir nafni cru á ábyrgð höfunda sjálfra og túlka ckki stcfnu né skoðanir blaðsins nó stjómar UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.