Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1986, Page 17

Skinfaxi - 01.08.1986, Page 17
að losa hug sinn við eigingirni og vonsku, í tilraun til að bregðast eðlilega við sérhveiju sem hann gæti orðið fyrir" .Karate hefur stundum verið kallað hugleiðsla á hreyfingu. Þessi hug-leiðsla byggir á zen buddisma, þar sem reynt er að tæma hugann. Ef t.d. er gerð árás á mann á hann að geta brugðist snöggt við, sjálfkrafa án hugsunar, líkt og er við brennum okkur. Skilgreining WUKO á karate er þessi: "Karate er bardaga aðferð er saman stendur af tilviljanakenndri og vísinda- legri notkun núttúrulegra vopna manns- líkamanns: fætur, hnefum olboga o.s.frv." Keppni í karate. Keppni í karate fer fram með tvennum hætti. Annars vegar er keppt í kata, sem eru formlegar, balletlíkar æfingar. Þar keppir einn í einu eða þriggja manna hópur. Þrír til fimm dómarar horfa á og gefa stig fyrir framkvæmdina líkt og í fimleikum. Hreyfingamar sem gerðar eru, eru allar fyrirfram ákveðnar og einhver merking á bakvið sérhverja. I kata skiptir formið miklu máli og má ekkert útaf bera. Einnig eru tíma- setningar hreyfinga mikilvægar. Hins vegar er svo kumite. Því má e.t.v. líkja við hnefaleika að því leiti að tveir menn reyna að koma höggi hvor á annan. Munurinn er aðalega sá að nota má spörk og að snerting er í lámarki í karate ("non contact"). í flestum stærri mótum er keppt í þyngdarflokkum og/eða í 3-5 manna sveitum, þar sem þyngdarflokkarnir gilda ekki. I kumite niá fara frjálslega með formið innan vissra marka, en tímasetning er mjög mikilvæg. Eins og í kata eru gefin stig (wazaari = 1 stig og ippon = 2 stig) fyrir framkvæmdina. Hver keppni stendur í 2-3 mín. og þurfa keppendur að skora 6 waszaari eða 3 ippon eða blöndu af báðum (samtals 6 stig). Sigurvegari er sá sem skorað hefur meira er tíminn rennur út Dojo, Staðurinn þar sem karate er æft, kallast dojo. "Leiðin til fræðslu" er e.t.v. hægt að þýða dojo. Það getur verið hvar sem er, en heppilegast er að það hafi trégólf, en dýnur eru ekki nauðsynlegar. Spegill er gott hjálpartæki en mynd- bönd er það nýjasta. Andrúmsloftið er mjög formlegt og er þjálfarinn kallaður Skinfaxi Gogen Yamaguchi sensei eða sempai. Hann ætti ævinlega að vera svartbeltari. Stundum er það ekki fært en þá ætti sá er sér um æfingamar að vera undir handleiðslu viðurkends svartbeltara. Viðurkenning er mikilvæg. Ef einhver vafi er um hæfileika og þekkingu þjálfarans er ráðlegt að leita upplýsinga hjá Karatesambandi íslands. Notuð eru japönsk heiti í karate. Iðkandinn klæðist hvítum búningi (karategi), þótt notast megi við venjulegan æfingagalla. Keppendur verða alltaf að vera í karategi. Bún- ingurinn er hnýttur saman með belti er sýnir hvaða gráðu viðkomandi ber. Gráðurnar eiga að segja til um getu og kunnáttu einstaklinga en hafa ekkert með keppni að gera. í goju ryu er kerfið þannig uppbyggt að fyrir fyrstu gráðuna þarf að kunna grundvallartækni s.s. kýla og sparka. Fyrir næstu gráðu bætist við fyrsta katan og kihon (grundvallar) kumite. Ný atriði bætast við með hverri gráðu. AIls eru 10 kye gráður og 10 dan. Kihon, kata og kumite Eins og áður sagði, þá er goju-ryu karate fyrsti kerfisbundni karate stíllinn. Þetta karfi er byggt á fimm þáttum. Hið fyrsta er helgað upphitunar- æfingum. Annað er kallað kihon (grundvallar æfingar) og inniheldur varnir, högg og spörk. Þriðja er kihon ido (grundvallar hreyfingar) sem leiða mann að fjórða og fimmta þáttunum sem er kata og kumite, og eru það aðal þjálfunar formið. Kata er fagurfræði- legar, balletlfkar æfingar. Kumite er bardagaformið. f næstu þrem greinum mun ég fjalla um þessa þrjá þætti kihon, kata og kumite. Til þess að verða góður í karate er nauðsynlegt að æfa alla þessa þætti. Ef menn hætta að æfa kihon og kata, þá er lítið eftir af karate og íþróttin orðin sparkhnefaleikar (kick boxing). 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.