Skinfaxi - 01.02.1989, Blaðsíða 7
Molar
Einar átti athyglina óskipta.
Einar í Grafarvogi
Einar Vilhjálmsson er nú kominn til
Bandaríkjanna á ný með titilinn
/þróttamaður ársins í farteskinu, til
framhaldsnáms og æfinga.
Nokkrum dögum áður en hann fór gaf
hann sér samt tíma til að heilsa upp á
skólakrakka í Grunnskólanum í
Grafarvogi. Einar sagði frá sínum
högum og fyrirætlunum og hvað hann
hefði nú aðhafst til að ná þangað sem
hann er nú. Frjálsíþróttaáhugi er geysi
mikill hjá Fjölni í Grafarvogi og æfa
yfir 100 krakkar á vegum félagsins nú
í vetur. Heimsókn Einars var því vel
þegin.
Hreinsunarátak
UMFÍ
Einar tók
auðvitað góða
stund í
eiginhandar-
áritanir.
Teygja, teygja
°g teygja.
Fimleika-
cefing hjá
Sindra.
Fimleikar á Hornafiröi
Undanfarin þrjú ár hafa 4-12 ára
stúlkur stundað fimleika hjá
ungmennafélaginu Sindra á
Hornafirði. Fimleikarhafaundanfarin
ár fyrst og fremst verið stundaðir í
Reykjavík að einhverju ráði en þetta
breytisthratt. Þaðeru íþróttakennarar
á Höfn, þær Agústína Halldórsdóttir
og Jóhanna Stefánsdóttir senr hafa
séð um þjálfun. Mikill tími hefur
farið í fjáraflanir þar sem tekjur eru
aðeins 50 krónur í æfingagjald og 15
þúsund krónur á ári úr lottósjóði Sindra
Fimleikadeildin hefur nú fest kaup á
jafnvægissláog tvísláfyrirsöfnunarfé
og sjálfsagt verða hornfirskar
fimleikastúlkur mættar í Mosfellsbæ
á Landsmót eftir rúmt ár.
Stjórnarfundur Ungmennafélags
Islands var haldinn í Þjónustumiðstöð
UMFÍ að Vesturgötul4 í Reykjavík
um síðustu helgi (27. og 28. janúar).
Þar var m.a. samþykkt að
framkvæma sérstakt átak um hreins-
un meðfram vegum landsins um allt
land helgina 10. -11. júní í sumar.
Ungmennafélag íslands mun
skipuleggja þetta hreinsunarátak sem
verður á vegum ungmennafélaganna.
Hugmyndin er að hvert félag hreinsi
meðfram vegum á sínu svæði. Hvert
félag hreinsi a.m.k. 15 til 20 km. svæði.
Markmiðið verði að hreinsa sem
nemur 5.000 km vegalengd.
Fyrirhugað er að setja á stofn
sérstakarnefndirum þettamálíhverju
héraði landsins. Leitað verður eftir
samvinnu við bæjarstjórnir,
sveitarstjórnir og Vegagerð ríkisins.
UMFÍ mun á næstunni skipa
landsnefnd um þettaátak og sérstakan
starfsmann til verkefnisins.
Skinfaxi
7