Skinfaxi - 01.02.1989, Síða 9
Knattspyrna
„ Það finnast þess all mörg dæmi að
þetta heyrist frá þjált'urum á
varamannabekkjum og margir geta
vitnað um það. Að þjálfarar leggi
jafnvel að mönnum sínum með óbeinu
orðalagi að ganga þannig frá
andstæðingi sínum að hann verði að
fara út af á sjúkrabörum!
En hvemig er þetta til komið? Er
keppnin orðin svona hörð að eitt af
þeim ráðum sem reynast þjálfurum
best sé þetta.
Ekki nýtt vandamál
Þeir sem Skinfaxi hefur rætt við um
þetta mál em nú flestir á því að þetta
sé ekki nýtt vandamál. En það er til
staðar og hefur ekki minnkað í áranna
rás. í gegnum tíðina hafa menn ekki
velt því fyrir sér hvaða áhrif þetta
hefur á upprennandi kynslóð fólks
sem er að miklu leyti alið upp á
íþróttaæfingum. Það gera menn hins
vegar í dag. Og spyrja ágengari
spuminga í þessa átt. Hvers vegna er
ástandið svona? Eitt svarið í dag er
það að nú liggur svo mikið við. Það er
baráttan um að vinna titla, að komast
upp í næstu deild, að falla ekki um
deild. Inni í dæminu eru miklir
fjárhagslegir hagsmunir. Þegar öllu
er á botninn hvolft verður niður-
staðan sú að í hita leiksins er oft öll-
um brögðum beitt. Eittdæmierrakið
hér á síðunni í viðtali við knatt-
spymumann. Hann býr við það að
vera í liði sem er í krappri stöðu. Fyrir
einn leik segir þjálfarinn við
varnarmanneitthvaðáþessaleið. Það
er einn leikmaður hjá þeim sem er að
ná sér í löppinni. Þú sérð um hann.!
Þetta er öfgakennt dæmi og gerist
kannski ekki á hverjum degi en það
gerist samt sem áður og er staðreynd
sem ekki verður litið fram hjá. Þaðer
staðreynd að þjálfari leggur það að
sínum mönnum að slasa mann sem er
veikur fyrir vegna meiðsla.
Aö komast upp með
þaö
Hver er ástæðan fyrir því að svona
hugsunarháttur fyrirfinnst. Sumir
segja kannski að menn séu misjafnir
og erfitt sé að eiga við svona
villimennsku í einstaka tilfellum. En
aðrir segja að þessi tilhneiging komi
Ég varð fyrir þeirri hroðalegu
reynslu að láta hafa míg út í að negla
mann niður að ósk þjálfara, „taka
fyrir” ákveðinn sóknarmann hjá
andstæðingunum vegnaþess aðhann
væri veikurfyrir íökkla. Nú man ég
ekki hvort umræddur leikmaður var
nýkominn af spítala eða eitthvað í
þá áttina en í það minnsta var hann
veikur fyrir í ökkla og þá gaf
þjálfarinn fyrirskipun um að hann
skyldi „tekinn fyrir" Þetta er hlutur
sem er óskaplega niðurdrepandi.
Ég upplifði þetta síðar þannig að ég
væri að standa sjálfan mig að verki
við glæp.
Sá sem talar er leikmaður með
liði sem hefur verið í harðri 1.
deildarkeppni, Hann vill ekkí láta
nafns síns eða annarra getið til að
valda ekki sárindum.
„En ekki aðeins vegna mögulegra
sárinda”, segir h;mn. „Líka vegna
þess að þegar farið er að ræða svona
alvarlegtmál ápersónulegum gmnni
fer öll umræðaog von um að hlutimir
batni út í veður og vind.”
.Einn félaga minna fékk svipuð
fyrirmæli frá þjálfaranum. Við
vorum að leika á móti liði sem var
með veikan framherja, hann var
slæmur í löppinni. Þjálfarinn ýjaði
að því að þessu án þess að segja það
hreint út. En við vissum auðvitað
hvað hann var að fara. Með því að
tala ekki hreint út heldur ýja að
einhverjum hlut þá setur hann
náttúrulega sinn Jeikmanu undir
miklapressu. „Hvaðþýðirþaðþegar
þjálfari segir sínum manni að taka
einn andstæðinginn „fyrir ’ vegna
þess að hann er veikur í löppinni?
Það þýðir auðvitað aðeins eitt. Það
á að stöðva hann meðöllum tiltækum
ráðum. Þessi þjálfari talaði líka um
að við skyldum sko ekki vera að
hugsa um nein prúðmennsku-
verðlaun og ef við fengjum ekki að
minnsta kosti tvö, þrjú gul spjöld í
leiknum fengjum við að heyra það.
Þetta dæmi um þjálfara erkannski
svolítið öfgakennt. Eða hvað? í
liðinu hjá mér var maður sem var
alltaf að drepast í hnénu. Það var
einfaldlega vegna þess að hann var
alltaf á fá spörk í hnéð. Hann var
hreinlega „negldur” eins og það er
kallað. Það er eitt að verða harður
eða að vera tuddi. Og það er allt of
mikið afþessu grófatuddahugarfari.
Þegar svona tuddahugarfar er fyrir
hendi breytist ekkert fyrr en
dómarinn segir stopp með rauðu
spjaldi; „þú kemst ekki upp með
svonaspilamennskugóði”, Þjálfarar
eins og sá fyrrnefndi, segja sínum
mönnum alltaf að ganga eins langt
ogdómarinnleyfir. Ogefdómarinn
segir ekki annað en gult spjald við
„neglingu” (að sparka mann niður
utan vítateigs) þá eru menn negldir.
Svo þarf auðvitað meira en að
dómarinn segi stopp. En það er
kannski fyrsta skrefið í jákvæðri
þróun. Ef dómarar sýna staðfestu í
þessu verður það kannski til þess að
þessir þjálfarar sem leggja meiri
áherslu á tuddamennsku en að ieika
knattspymu, þeir komast ekkert
áfram oghættaeðataka breytingum,
Og leikmennimir em neyddir til að
endurskoða hugarfar sitt í þessum
efnum. Dómaramir gera þetta ekki
einir þó þeir séu mikilvægir.
Svoer reyndar annað sem er einna
alvarlegast í þessu máli. Ég hef
orðið vitni að því að þjálfari í yngri
flokki væri að hvetja sína menn til
að sparka bara andstæðinginn niður.
Þegar þetta er að byrja í 4. eða 5.
fiokki þá er ástandið alvarlegt..
Þetta er kannski einhver
vítahringur líka, ungir leikmenn læra
þetta af þeim eldri. Það er spuming
hvaða ábyrgð forráðamenn félaga
bera sem ráða þessa þjálfara.
Auðvitað er geta forráðamenn
komiðívegfyrírsvonalagað. Þeirra
er einnig ábyrgðin " 1H
Skinfaxi
9