Skinfaxi - 01.02.1989, Blaðsíða 10
Knattspyrna
Guðmundur Steinsson hefur oft lent í því að vera sparkaður niður.
Dœmigerð aðstaða fyrir sóknarmann. Ljósm. KGA. Morgunblaðið.
upp vegna þess að það er hægt að
komast upp með það. Vamarmaður
getur forðað víti með því að sparka
niður mann sem hann er búinn að
missa inn fyrir sig, áðuren hann kemst
inn í vítateig. Og þjálfari sér að menn
hans geta komist upp með að sparka
menn út af vellinum, fá gult. Anton
Bjamason, lektor í íþróttafræðum og
með margháttaða reynslu úr íslenskri
knattspymum segir að það eina sem
geti komið í veg fyrir að hlutir sem
þessir gerist sé að taka hart á þessum
málum. „Þegar leikmaður sparkar
andstæðing niður og flautað er á það
brot á einfaldlega að sýna rauða
spjaldið”, segir Anton. „Brottrekstur.
Dómarar verða
að taka
Hvað segir dómarinn um þetta
mál. Skinfaxi ræddi við Stein
Guðmundsson, margreyndan
dómara sem hættur er að dæma en
sítur í dómaranefnd KSÍ og hefur
því mikið með þessi mál að gera
„Sjáðu til, reglumar eru alveg
ljósar hvað þessi ásetoingsbrot
varðar”, segir Steinn. „Hvenær á
að veita áminníngu, gult spjald eða
rautt. Við emm að tala fyrst og
fremst um þessí spörk aftan frá.
Þegar varnarmaður rennir sér aftan
að sóknarmanni sem er kominn inn
fyrir vömina með boltann en ekki
kominn ínn í teiginn og sparkar
hann niður. Menn eru bornir út af
jafnvel stórslasaðir en sá sem olli
slysinu er enn inni á, með eitt gult
spjald.
Fölska eöa
hugsunarleysi!
Þegar svona nokkuð gerist getur
það verið þrenns konar, svona í
grófum dráttum. Annað hvort er
þetta hugsunarleysi, hrein og bein
fólska eða að vamarmaðurinn ætlar
að reyna að ná boltanum en það er
ijóst að hann á enga möguleika á
því. Þegar sóknarmaðurinn er
við sér
Steinn Guðmundsson, fyrr-
verandi dómari, nú í stjórn
dómaramfndar KSÍ.
felldur gróflega aftan fráer það hiklaus
brottrekstur, Rauða spjaldíð, það er
engin spurning.
Þetta mál höfum við rætt marg oft á
árlegum dómararáðstefnum í aprfl,
áður en leiktímabilið hefst. Þá fá
dómarar tilmæli um að taka hart á
þessu, fara stíft eftir reglunum. Við
komum þá alltaf að því sama, að stöðva
grófan leik. Þetta mál verður alltaf
fyrirferðarmestáokkarfundum. Síðan
er það spurningin, þorir dómarinn að
fara eftir þessum reglum? Er hann
linur. Þvf miður verður allt of oft
mísbrestur á þessu. Við erum bara
ntannlegir.
Ástæðan fyrirþví að ekkert breytist
með þessi grófu brot sem oft orsaka
meiðsli, er fyrst og síðast sú að
dómarar taka ekki nógu hart á
þessu. Ég sit í dóntaranefnd KSÍ
og þar erutn við að ræða þetta mál
og það verður tekiö á þessu með
nýjum hætti í ár. Ég get auðvitað
ekki farið að úttala mig um það hér
og nú en það verður gert.
Dómararáðstefnan verður í apríl
eins og alltaf og það verður að taka
almennilega á þessu. Þetla eru
ekki erfiðustu brotin að dæma.
Þetta er fyrst og fremst hjá
dómaranum að lagfæra.”
Eins og
dómarinn leyfir
Þegar Steinn er spurður að því
hvort þjálfarar leggi það stundum
upp að koma ákveðnum and-
stæðingi útafsvararhann. „Þjálfar-
inn segir oft við sína menn að þeir
skuli gangaeins langt ogdómarinn
leyfír. Þetta cr kannski ekki
almennt en það gerist. Ég hef
heyrt þetta og ég skal viðurkenna
að ég hef sagt þetta sjálfur sem
þjálfari. En að ætla sér að meiða
andstæðinginnerannaðmál. Það
er sitt hvað harka og harka, sjáðu
lil. Það ereitt að berjast um knöttinn
og annað að beíta fólskubrögðum.
En ég er fullviss um að þegar
dómarar sameinast um að reka
menn alltaf út af fyrir þessi brot þá
hverfur þessi ófögnuður úr
knattspyrnunni.”, sagði Steinn að
lokum. IH
10
Skinfaxi